Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 20

Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 20
Langt suður í löndum undir háu fjalli sáust fyrir mörgum öldum rústir af stórri höll. Menn höfðu ímugust á þessum gömlu rústum, af því að sú trú ríkti meðal íbúanna þar í grenndinni, að mikil auðæfi væru geymd þar og að þeirra væri gætt af ótal illum öndum. Af þessum ástæðum þótti flestum ráð- legast að leggja leið sína sem lengst frá rústunum, þegar menn einhverra hluta vegna urðu að fara fram hjá þeim. En í þorpinu, sem lá við fjallsræturn- ar, var maður einn, sem hafði allan hug á að eignast eitthvað af auðæfunum, sem allir þóttust vita af, en enginn þorði að nálgast. Þetta var ungur maður, sem auðnan hafði aldrei leikið við og lifði á handafla sínum án þess þó að eignast nokkurn tíma neitt fram yfir það, sem hann þurfti til að draga fram lífið. Sunnudag nokkurn fór hann upp að hallarrústunum, og gekk hann þar um í þungum þönkum innan um þétta runna og vafningsvið. Varð þá fyrir honum steinþrep, fornfálegt mjög og brotið. Gekk hann ofan þrepið og kom þá nið- ur í hvelfing eina mikla, og lágu inn úr henni löng göng. Hann gekk nú eftir göngunum, uns hann kom í klefa nokk- urn, og logaði þar bjart Ijós. Undraðist hinn ungi maður stórum, er hann sá þar Mynd efst: Til þess að vatn sé kallað stöðuvatn, verður yfirborð þess að vera tíu fermílur eða melra. — Mynd neðst til vinstri: Python slangan (gríðarstór slanga, sem er ekki eltruð) er álitin heilagt dýr, og er hún dýrkuð í hinu svokallaða „Slöngumusteri" f frönsku-Súdan. — Mynd neðst í miðju: Hvaða ráð er best til að hlndra tannlos? - Hvíld og gæta hófs í mat. - Mynd neðst tli hægri: Næstum helmingur af íbúum jarðarinnar fer úr skónum, áður en þelr dýrka Guð slnn. standa á miðju gólfi afarstóran gljá- fægðan eirpott, fylltan á barma nýmót- uðum gullpeningum. Á bak við pottinn stóð gamall maður, hár vexti, klæddur síðri skikkju mjall- hvítri. Var hann hvítur fyrir hærum og hafði skegg sítt. Leit hann alvarlega, en ekki reiðilega á unglinginn. „Þú hefur lengi óskað eftir, að ham- ingjan brosti við þér,“ mælti hann. „Fer nú að óskum þínum, því að þú kemur á heillastund. Er þér leyfður aðgangur að auðæfum þessum, og skaltu koma dag hvern og sækja einn gullpening. En muna máttu að taka aldrei - aldrei meira en einn í einu, því að þá snýst hamingja þín í óhamingju!" Frá sér numinn af gleði tók ung- mennið einn gullpening og skoðaði hann við Ijósbirtuna, stakk honum síð- an í vasann og ætlaði að þakka gamal- menninu, en er hann leit við, var þar enginn. Frá þessari stundu fylgdi gæfan hin- um unga manni í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Á hverjum degi sótti hann sér einn gullpening, eins og fyrir hann var lagt. Hann fór vel með peningana og þar kom, að hann gat keypt sér jörð með allri áhöfn. Smám saman bætti hann svo við engjum, ökrum og ávaxta- görðum. Síðan lét hann byggja bæinn upp að nýju, en hann var orðin hrör- legur og gamall, svo að hann varð reisulegasti bær þar um slóðir. Á hverj- um degi í þrjú ár hafði hann farið og sótt gullpeninginn og var nú orðinn ríkur maður. En maðurinn er nú einu sinni þannig gerður, að honum hættir við að villast út af réttri braut, og þessi ungi maður var engin undantekning frá þeirri reglu. Hann fór að verða ágjarn. Þessi Ijóti löstur veitti honum engin grið. Á nótt- unni lá hann vakandi og hugsaði um gullið í pottinum. Honum virtist það vaxa við hvern pening, sem hann tók. Það var eins og það ætlaði að renna út af börmunum og væri að ota sér að honum, og hann hafði óstjórnlega löng- un til að grípa með báðum höndum of- an í pottinn og taka handfylli sína - fullan poka - fullar tunnur. í hvert sinn sem hann fór út úr klefanum með gull- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.