Æskan - 01.02.1983, Side 21
HVER VERÐUR FYRSTUR I MARK?
Hlaupararnir nr. 1, 2 og 3 hlaupa af stað en hver þeirra verður
fyrstur?
peninginn sinn í vasanum, fann hann til
sárrar kvalar yfir því að hafa ekki fyllt
alla vasa sína af gulli.
Svo kom að því, að hann tók að
ásaka sjálfan sig fyrir þá heimsku að
láta hafa sig til að ganga langan og
erfiðan veg á hverjum degi hvernig
sem viðraði til að sækja einn auvirði-
legan gullpening, þegar hægðarleikur
var að fá fullan poka með sömu fyrir-
höfn.
Vinnu sína var hann hættur að
stunda, því að nú hafði hann nóg vinnu-
fólk, sem gat tekið af honum ómakið.
Sí og æ velti hann því fyrir sér, hvílík
heimska það væri fyrir mann, sem dag-
lega sæi ótæmandi auðæfi fyrir fótum
sér og þyrfti ekki annað en rétta út
höndina eftir þeim, að hafa svona mikið
fyrir að verða ríkur.
Það eina, sem hann tók sér fyrir
hendur, var að sækja gullpeninginn, og
var hann nú orðinn svo latur, að honum
veittist það afar örðugt, enda þótt hann
færi það nú orðið ríðandi og gerði ekki
annað, þegar heim kom en hvíla sig á
silkikoddum.
Annað var það enn, sem hann hugs-
aði mikið um auk gullsins í pottinum.
Hann vildi fá sér konu, en vissi ekki
hverri hann ætti að auðsýna þá náð að
kvænast.
Bændastúlku vildi hann alls ekki líta
við, en vissi hins vegar ekki, hvort sér
mundi til nokkurs að fara slíks á leit við
konur af háum stigum. Að minnsta
kosti fannst honum ekki mundu tjá að
hugsa til þess, meðan hann væri búinn
sem bóndi, enda þótt vel væri vandað
til fatanna. En þar var líka úr vöndu að
ráða, þar sem hann var bundinn við að
sækja peninginn á hverjum degi og var
þess vegna, að honum fannst, eins og
hundur í bandi.
Hann fór nú að leggja niður fyrir sér,
hvort nokkur hætta gæti í raun og veru
stafað af því, ef hann brygði út af
boðinu og tæki einu sinni pokafylli.
Enginn þurfti að vita það og enginn var
sá, sem vissi, að hann var bæði nógu
heimskur og ráðvandur til að láta sér
nægja einn pening á dag.
Það lá í augum uppi, að eina skyn-
samlega ráðið, sem hann gat tekið, var
að hafa með sér stóran poka, þegar
hann færi næst - hver gat vitað það?
- Enginn - potturinn var jafnfullur fyrir
það. Eða átti hann heldur að reyna fyrir
sér og fara hægt í sakirnar - það yrði
máske affarasælla.
Næsta dag tók hann tvo gullpeninga
í staðinn fyrir einn. Hann leit í kringum
sig flóttalega, en ekkert óvanalegt bar
við.
Þá var hann viss um, að engin hætta
var á ferðum.
Daginn eftir tók hann þrjá - svo
fjóra, og ekki bar enn á neinu.
Svona hélt hann áfram heila viku, og
aldrei varð hann var við neitt óvanalegt.
Það leit ekki út fyrir, að hann ætti að
verða fyrir neinni hegningu, svo að
hann færði sig upp á skaftið og tók nú
fimm, svo sex - allt voru þetta hundrað
krónu peningar, svo að hann átti nú
álitlega upphæð.
Nú fannst honum ekki vanta nema
herslumuninn að taka einu sinni nóg í
einu, svo gæti hann fengið sér greifa-
eða jafnvel konungsdóttur fyrir konu -
nóg var af gullinu.
Svo tók hann með sér tvo stóra
poka, þegar hann fór næst upp í rúst-
irnar.
Hann gekk niður þrepið, inn í hvelf-
inguna, gegnum ganginn og stóð nú í
klefanum við pottinn. Hann var eins og
fyrr, barmafullur af glóandi fögru gull-
inu, og ekki sá á, að tekið hefði verið af
þvl dag eftir dag í mörg ár.
Það var eins og augum ætluðu út úr
höfðinu á unga manninum af taum-
lausri ágirnd - það var hægðarleikur
fyrir hann að eignast öll þessi ógrynni
fjár - það hafði sýnt sig, að engin
hætta var á ferðum - því átti hann þá
að draga sig lengur á því?
Þessi mikli fjársjóður mátti ekki
lengur liggja þarna ónotaður.
Svo tók hann pokana, opnaði annan
þeirra og fór að ausa gullinu í hann
með báðum höndum. - Heyrðist þá
21