Æskan - 01.02.1983, Side 30
35. Jú, hann vildi hafa hana og þaö meö glööu
geði. Síðan skoðaöi hann höllina. Þau komu í
stóran sal, þar sem tröllin höföu hengt upp stór
sverö. „Vonandi getur þú notað þau“, sagöi
kóngsdóttirin.
36. „Þaö ætti ekki aö vera svo erfitt", sagöi
strákurinn. Hann setti þrjá stóla hvern ofan á
annan, hoppaöi upp og greip annað sveröiö,
sveiflaöi því um höfuö sér og stakk því af fullum
krafti niður í gólfið. „Vá, hvaö þú ert sterkur!"
sagöi kóngsdóttirin.
37. Þegar þau höföu veriö saman í höllinni einn
vetur, vildi kóngsdóttirin fara heim til sín og láta
foreldra sína vita hvaö heföi orðið af henni. Hún
fór meö skipi og lofaði aö koma eins fljótt aftur
og hún gæti.
38. Á meðan datt stráknum í hug aö heilsa upp
á móöur sína. Hann tók með sér nokkur epli, en
þá hafði henni batnað fyrir löngu. „Þetta er of
mikiö hreysi fyrir þig“, sagöi hann. „Vertu frekar
hjá mér í höllinni".
Skemmtileg myndasaga í litum