Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1983, Page 36

Æskan - 01.02.1983, Page 36
„DRAUMAPRINSINN EFTIRMINNILEGUR“ segir Ragnhildur Gísladóttir Þaö kemur ekki á óvart aö lesendur Æskunnar skuli hafa kosið Ragnhildi Gísladóttur vinsælustu söngkonu ársins 1982. Hún er fjölhæfur söngvari, býr yfir miklum raddstyrk og góðri túlkun. Flest þeirra laga, sem hún hefur sungið, hafa notið mikilla vinsælda. Hér má til dæmis nefna lagið Draumaprinsinn úr kvikmyndinni Okkar á milli í hita og þunga dagsins, sem trónaði vikum saman á toppi vinsældalista félagsmiðstöðva á síðasta ári. Þetta er í annað sinn sem Ragnhildur Gísladóttir hlýtur nafnbótina „Vinsælasta söngkona ársins“ hjá fjölmiðli. í fyrra skiptið var það í vinsældavali Dagblaðsins og Vikunn- ar. Ragnhildur er 26 ára (eins og Bubbi). Söngferil sinn hóf hún fyrir fimm árum á plötunni „Út um græna grundu“, sem Gunnar Þórðarson útsetti. Síðan hefur hún komið víða við, verið með á fjölmörgum hljómplötum og sungið með hljóm- sveitum. ( dag spilar hún með „Grýlunum" og er fyrir mörgum leiðtogi þeirra. „Við vorum að taka upp nýja plötu", sagði Ragnhildur í stuttu spjalli við okkur eftir að hafa tekið við hamingjuósk- um frá Æskunni. „Hún á að koma út 1. apríl nk. Það verður vandað meira til hennar en þeirrar fyrri og líklega verður hún fjölbreyttari". - Vinnurðu eingöngu við tónlist? „Já. Ég kenni 7-12 ára börnum í Vesturbæjarskóla tónmenntir og svo syng ég, vinn við upptökur og útsetning- ar á músík og það sem þessum bransa fylgir". - Margir unglingar hafa tekið upp klæðnað ykkar Grýlanna. Hvað viltu segja um það? „Já, það er ekki óalgengt að hljómsveitir hafi áhrif á klæðaburð. Tísku- og tónlistarheimurinn eru oft nátengdir. Ef krökkunum finnst sniðugt að klæða sig eins og við, þá er það allt í lagi. Stundum hefur komið fyrir að hringt hefur verið í okkur Grýlurnar og við spurðar hvar hægt væri að kaupa þenna Grýluklæðnað. Það er bara gaman að þessu“. - Geturðu sagt okkur af hverju þú syngur bæði um Benóný og Benjamín í laginu Draumaprinsinn. Voru það mistök? „Nei, ekki mistök. Það átti að vera viss húmor í þessu hjá Magnúsi Eiríkssyni. Mér finnst gaman að smá sprelli sem vekur spurningar hjá fólki“. - Er Draumaprinsinn kannski eitt af þínum uppáhalds- lögum? Ragnhildur Gísladóttlr - Já, ég get ekki neitað því. Hann er mér eftirminnilegur af ýmsum ástæðum. Andinn var til dæmis mjög skemmti' legur meðan á upptökum stóð og svo eru margar raddir i laginu sem gaman var að fást við“. - Finnst þér unglingarnir í dag vera öðruvísi en þegar þú varst á þeirra reki? „Nei, þetta er sami hópurinn. Það er gaman að skemmta þeim. Ég er bjartsýn á þessa krakka. Mér leiðist allt svart- sýnisraus", sagði Ragnhildur Gísladóttir að síðustu. - E.l. 36

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.