Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1983, Qupperneq 43

Æskan - 01.02.1983, Qupperneq 43
3C3Œ E30E 000 00 Neyðið ekki börnin til að borða Eftir Dr. G. C. Myers E30E Mörg börn þrjóskast við að neyta matar síns, tyggja hann og kyngja hon- urn, allt fram undir fimm ára aldur. Sumum þessara barna verður óglatt °9 Þau jafnvel kasta upp áður en þau ei9a að borða, eða strax, þegar þau sJa að farið er að útbúa matinn handa þeim. í næstum því öllum slíkum tilfell- um, sem ég hef fjallað um, hefur verið reynt að neyða matnum ofan i börnin. Hvað ætli okkur fyndist um það, að einhver, sem væri miklu stærri og sterkari en við, tæki upp á því að neyða ofan í okkur matnum. Samt sem áður megum við ekki vera of þung í öómum um móðurina, sem hefur reynt að fá barnið sitt með valdi til að borða eins og það væri hakkavél. Hún hefur reynt samviskusamlega að fá það til aö borða hæfilegan skammt matar. Móðir ein hefur ritað mér bréf vegna þessa vandamáls. Það hljóðar svo: „Við hjónin eigum átján mánaða gamlan dreng. Hann er mjög tregur til að neyta matar síns, þótt okkur hafi að vísu stundum tekist að fá hann til þess með gyllingum. Honum verður óglatt og stundum selur hann upp. Mig grun- ar, að þetta séu brögð, sem hann beitir okkur af ásettu ráði, vegna þess að hann tekur að kúgast samstundis, er ég byrja að útbúa matinn handa hon- um. Þetta fær mjög á mig. Um þessar mundir borðar hann mjög lítið og stundum ekki neitt. Hið eina, sem hann lítur við, er makkarónur og tómatsósa. Ég hef alltaf farið reglulega með hann til læknisskoðunar. Læknirinn segir, að ástæðulaust sé að hafa nokkrar áhyggjur, hann þrífist ágæt- lega. En þetta versnar stöðugt. Nú mætti vænta þess, að drengurinn borðaði gulrætur, baunir og annað grænmeti, en honum verður óglatt við hvern bita, sem að honum er réttur, svo að ég get ekki fengið hann til að borða þetta. Hann snertir aldrei við brauði eða kartöflum . .. Ég skelfist alltaf, þegar hann byrjar að selja upp eða kúgast. Þegar ég set hann í stólinn hans, snýr hann sér undan, lokar augunum og vill kasta sér úr stólnum." Ég gaf móðurinni eftirfarandi ráð: Reyndu að setja þig í spor barnsins. Myndir þú ekki kúgast og selja upp líka? Þú skalt aldrei neyða barnið til að borða. Þú skalt um stund minnka mjólkurskammtinn hans um helming, svo að hann verði mjög svangur. Við máltíðir skaltu ekki gefa honum neitt að drekka fyrr en hann hefur neytt einhvers af öðrum mat. Það er betra að gefa honum alls ekkert að borða. Láttu hann borða sjálfan. Settu fyrir framan hann disk með aðeins einni fæðutegund í einu og hafu skammtinn lítinn. Láttu hann borða með áhöldum eða berum höndum eftir því sem hann vill. Talaðu ekki neitt um mataræði hans, haltu áfram við vinnu þína. Ef hann hefur ekki eftir fáeinar mín- útur snert á fæðunni, skaltu taka hana frá honum (þú mátt ekki segja eitt einasta orð) og láttu hann ekki fá meira að sinni, og sjáðu rækilega til þess að hann komist ekki yfir neinn annan mat, nema lítilsháttar mjólk eða ávaxtasafa fyrir næstu máltíð. Ef hann aftur á móti borðar matinn, skaltu fá honum eft- irmatinn (lítinn skammt) o. s. frv. Ef hann virðist ánægður með að borða við borðið, skaltu ekki setja hann í stólinn hans. Ef honum fellur það ekki heldur, skaltu reyna að setja hann á gólfið og setja matinn á stól þar, sem hann getur náð í hann og láttu hann síðan sjálfráðan. Haltu þessari reglu - ein fæðutegund í einu, lítinn skammt og bættu ekki við það í nokkra daga og þá mjög lítið. Ef hann heldur nú áfram hungurverkfallinu um nokkurra máltíða skeið, skaltu leita til læknis. En haldirðu þessi fyrirmæli samviskusam- lega, muntu ná betri árangri við að ala barnið þitt upp en margar mæður, sem vilja ekki fara eftir slíkum fyrirmælum sem þessum. NEYÐIÐ EKKI BÖRNIN TIL AÐ BORÐA 43

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.