Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 24

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 24
Hann heitir Freddi, við erum góðir vinir“. aö nota hjálpartæki. Þar sem ætla má að lesendum ÆSKUNNAR leiki nokkur forvitni á aö fá fróðleik um barn sem þarf á hjálpartækjum aö halda þá fengum við fyrir milligöngu Guðrúnar Hafsteinsdóttur iðju- þjálfa Hjálpartækjabankans að sækja heim Petrínu Árnadóttur, 10 ára, sem býr við Brekkubyggð 55 í Garðabæ. Þar var spjallað við hana og móður henn- ar, Sigurbjörgu Sigurðardóttur. Aðspurð sagði Sigur- björg: Petrína er elsta barn okkar Árna Sigurðssonar pípulagningamanns. Auk hennar eigum við tvö börn, 7 ára og 10 mánaða. Fyrstu ár Petrínu vissum við ekki betur en að hún væri alveg heilbrigð. En svo fór að bera á aö hún væri óeðlilega máttlítil í fótum. Eftir að það ágerðist tjáðu læknar okkur aö hún væri með vöðvarýrnun. Fyrir nokkrum árum var hún orðin svo slöpp í fótum að við keyptum handa henni hjól sem sérstaklega er ætlað fötluðum. Við Árni bjuggum fyrstu búskaparár okkar á Aust- urlandi. Fyrir rúmum tveim árum sannfærðumst við Petrína ræðir við Guðrúnu Hafsteinsdóttur iðjuþjálfara. „Ég er fegin að nota hjólið til þess að geta verið úti“. um að Petrínu yrði betur borgið ef við flyttum á höfuðborgarsvæðið og keyptum þar hús sem auðvelt væri til íbúðar fyrir okkur öll. Þess vegna erum við nú hér í Brekkubyggð. Við vissum ekkert um Hjálpartækjabankann fyrr en við fluttum hingað. Nú höfum við fengið mikla hjálp þaðan við kaup á tækjum og með leiðbeiningum Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem hefur komið hingað heim til okkar. Að fengnu læknisvottorði hefur Tryggingastofnun ríkisins veitt okkur fjárstuðning til kaupa á hjálpartækjum. Við erum þakklát fyrir alla þessa aðstoð. Petrína á nú göngugrind, vinnustól og hjól. Auk þess fengum við hennar vegna handföng við baðkar og bretti á það. Telpan hefur enn nokkurn mátt í fótum. Þess vegna getur hún notið útivistar með tilstyrk hjólsins. Það er henni mjög mikils virði. Petrína er í Kópavogsskóla. Ég ek henni daglega þangað og þaðan. í skólanum er hjólastóll sem hún fær að nota. Petrína er að öllu öðru leyti en því sem varðar þessa fötlun mjög venjuleg telpa, sem oftast er bros- mild og glöð. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að létta henni byrði fötlunarinnar og erum fegin að geta gert það með tilstyrk hjálpartækjanna. Meðan dvalist var á heimili Petrínar staðfestust þau orð móður hennar að hún væri broshýr og Ijúf í viðmóti. Hún sagði: „Ég er fegin að fá að eiga hjálpartækin mín. Ég get ekki verið án þeirra. Vegna þeirra er þægilegt að vera hérna heima og í skólanum. Mér þykir gaman að skrifa í skólanum og að læra og leika mér heima. Ég er fegin að nota hjólið til þess að geta verið úti. Kötturinn sem stökk upp á borðið? Það er hann kisi minn. Hann heitir Freddi. Við erum góðir vinir.“ Um leið og við þökkum fyrir stutt en góð kynni árnum við Petrínu og fjölskyldu hennar allra heilla. S. M. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.