Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 40

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 40
reyjtiiA 1 Kirkjubær, hið forna biskupssetur. KIRKJUBÆR Kirkjubær, hið forna biskups- setur Færeyja, er syðst á Straum- ey, og er 11 kílómetra leið þangað frá Þórshöfn. Enginn staður á Færeyjum er jafn auðugur af minjum liðinna tíma og Kirkjubær. í Kirkjubæ er gotnesk dómkirkjutótt úr færeysku blágrýti, og er áhrifamikið að sjá hana þarna í ósnortinni, villtri náttúrunni, þar sem mannshöndin hefur svo litlu fengið áorkað til breytinga eða ræktunar. Erlendur biskup mun hafa byggt kirkjuna, en hún var aldrei fullgerð. Veður og vindar hafa blásið gegnum opna glugga hennar og víðar dyr um aldaraðir. Gotneska steinskrautið er veðrað og máð. Þó hefur náttúrunni ekki tekist að helga sér á ný þennan minnisvarða, sem miðaldirnar hafa reist sér í gotneskum stíl, úr fær- eyskum steini. Sóknarkirkja sú, í Færeyjaferðinni árið 1966 var útvarp Færeyja heimsótt og viðtal tekið við ferðalangana. Hér sjást þær Ann og Margrét með útvarpsstjóranum Níels Juol Arge. sem stendur þar enn, er frá miðöld- um. Þar hefur farið fram á síðari ár- um mikill uppgröftur og margar fornminjar fundist, sem varpað hafa Ijósi yfir staðinn. Enn eru leifar Verðlaunahafar Flugfélags íslands og Æskunnar til Færeyja árið 1966. Hér eru verðlaunahafarnir þær Ann og Margrét á flugvellinum í Vogey. miðaldakirkjunnar sýnilegar I Kirkjubæ. Bæjarhúsin þar eru mjög gömul, og undir þeim eru steinkjallarar biskupssetursins forna. Alls staðar eru í jörðu leifar frá gullöld Kirkju- bæjar. Gamalt stokkahús stendur enn eftir af timburbyggingum mið- aldanna. Það er gert úr digrum trjá- bolum. Á lofti bæjarhúss er stórt her- bergi fullt af gömlum bókum, og má þar sjá margar íslenskar bækur, sem prentaðar voru að Hólum, ennfremur er þar baðstofa, sem tal- in er vera yfir 900 ára gömul, og nú álitin vera elsta timburhús í heimi- í fjallinu ofan við Kirkjubæ er hell- isskúti, sem nefnist Sverrishola. Munnmæli þar á staðnum segja, að Sverrir konungur hafi fæðst þar á laun. Kirkjubær er langstærsta bú- jörð Færeyja. Il *,-. / Á u.. U" \f* ¦ w. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.