Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Síða 40

Æskan - 01.04.1984, Síða 40
Kirkjubær, hið forna biskupssetur. KIRKJUBÆR Kirkjubær, hið forna biskups- setur Færeyja, er syðst á Straum- ey, og er 11 kílómetra leið þangað frá Þórshöfn. Enginn staður á Færeyjum er jafn auðugur af minjum liðinna tíma og Kirkjubær. í Kirkjubæ ergotnesk dómkirkjutótt úr færeysku blágrýti, og er áhrifamikið að sjá hana þarna í ósnortinni, villtri náttúrunni, þar sem mannshöndin hefur svo litlu fengið áorkað til breytinga eða ræktunar. Erlendur biskup mun hafa byggt kirkjuna, en hún var aldrei fullgerð. Veður og vindar hafa blásið gegnum opna glugga hennar og víðar dyr um aldaraðir. Gotneska steinskrautið er veðrað og máð. Þó hefur náttúrunni ekki tekist að helga sér á ný þennan minnisvarða, sem miðaldirnar hafa reist sér í gotneskum stíl, úr fær- eyskum steini. Sóknarkirkja sú, í Færeyjaferðinni árið 1966 var útvarp Færeyja heimsótt og viðtal tekið við ferðalangana. Hér sjást þær Ann og Margrét með útvarpsstjóranum Níels Juel Arge. sem stendur þar enn, er frá miðöld- um. Þar hefur farið fram á síðari ár- um mikill uppgröftur og margar fornminjar fundist, sem varpað hafa Ijósi yfir staðinn. Enn eru leifar Verðlaunahafar Flugfélags íslands og Æskunnar til Færeyja árið 1966. Hér eru verðlaunahafarnir þær Ann og Margrét á flugvellinum í Vogey. miðaldakirkjunnar sýnilegar í Kirkjubæ. Bæjarhúsin þar eru mjög gömul, og undir þeim eru steinkjallarar biskupssetursins forna. Alls staðar eru í jörðu leifar frá gullöld Kirkju- bæjar. Gamalt stokkahús stendur enn eftir af timburbyggingum mið- aldanna. Það er gert úr digrum trjá- bolum. Á lofti bæjarhúss er stórt her- bergi fullt af gömlum bókum, og má þar sjá margar íslenskar bækur, sem prentaðar voru að Hólum, ennfremur er þar baðstofa, sem tal- in er vera yfir 900 ára gömul, og nú álitin vera elsta timburhús í heimi- í fjallinu ofan við Kirkjubæ er hell- isskúti, sem nefnist Sverrishola. Munnmæli þar á staðnum segja, að Sverrir konungur hafi fæðst þar á laun. Kirkjubær er langstærsta bú- jörð Færeyja. .A 40

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.