Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 46

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 46
Viðtal: Eðvarð Ingólfsson Myndir: Heimir Óskarsson RÁS 2: Langþráð tónlistarútvarp Það var unnendum poppmúsíkur mikið fagnað- arefni þegar rás 2 tók til starfa 1. desember sl. Þessi nýja stöð markar tímamót í hálfrar aldar sögu útvarpsins því nú geta hlustendur í fyrsta sinn valið milli tveggja stöðva. Óskir um að létt tónlist yrði send út á sérstakri rás eru ekki nýjar af nálinni. Vinsældir kanaútvarpsins á Suðvest- urlandi sýndu að grundvöllur væri fyrir stofnun slíkrar rásar. Það hefur li'ka komið á daginn; rás 2 nýtur mikilla vinsælda, ekki aðeins hjá unga fólk- inu heldur líka hjá því eldra. Á rás 2 er leikin létt tónlist frá morgni til kvölds. Rúmlega þrjátíu dagskrárgerðarmenn sjá um þætti með fjölbreyttri tónlist, rabba við hlustend- „Stundum er þögnin besta tónlistin" segir Páll Þorsteinsson Páll Þorsteinsson er einn þriggja sem sjá um morg- unútvarpið á rás 2 og samstarfsmenn hans kalla hann leiðtogann í hópnum. Páll er löngu kunnur fyrir störf sín í útvarpi. Hann sá um syrpuþætti í nokkur ár á rás 1, var við morgunútvarp einn vetur, var þulur útvarpsins eitt sumar og áfram mætti lengi telja. Páll vann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni, forstöðu- manni rásar 2, við undirbúning rásarinnar. Hann sá m. a. um að ráða fólk til starfa og prófa það. „Við Morgunþáttarmenn mætum til vinnu á níunda tímanum til að leggja síðustu hönd á þáttinn og setja okkur í stellingar fyrir útsendingu," sagði Páll þegar blaðamaður forvitnaðist um vinnubrögð þeirra fé- laga. - Er þetta fullt starf hjá ykkur? „Já, en allir höfum við þó aukastarf. Það er eins með okkur og marga aðra í þjóðfélaginu: Það lifir enginn lengur af einu starfi." - Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt um sjö-leytið. Ég vil vera vel vaknaður þegar útsending hefst kl. 10. Röddin er alltaf síðust að vakna. Ég byrja morguninn á því að fá mér kaffi, les blöðin og fer yfir handritið.“ - Þá hlýtur þú að sofna snemma á kvöldin? „Já, ég sofna oftast fyrir miðnætti." ur milli laga, fá gesti í heimsókn og brydda upp á ýmsum nýjungum. Þeir leggja ríka áherslu á að vera í sem bestum tengslum við hlustendur, taka mið af tónlistarsmekk þeirra og óskum um efni. 70% landsmanna heyra útsendingar rásar 2 en næsta sumar er gert ráð fyrir að hún nái eyrum allra landsmanna að undanskiidum íbúum á Suð- austurlandi. Geta þá fleiri notið Ijúfra tóna og annars efnis sem kemur frá henni. Enginn vafi leikur á því að rás 2 er spor í rétta átt í lýðræðisþjóðfélagi. Hlustendur vilja geta val- ið um stöðvar og hlustað á efni við sitt hæfi á meðan þeir taka þátt í að halda þjóðarskútunni á floti. Hinir eldhressu stjórnendur Morgunþáttarins: Ásgeir Tómas- son, Páll Þorsteinsson og Jón Ólafsson. Páll sagði að hann væri að vísu svonefndur B-maður (kvöldglaður - andstætt við að vera morg- unhani) en gerði sig að A-manni. Þegar hann var j morgunútvarpinu á rás 1 þurfti hann að vakna kl. 5 á morgnana svo að þetta er ekkert nýtt fyrir honum- Um helgar snýr hann svefntímanum við en þá er hann kynnir á söngskemmtunum í einu veitingahúsi borgarinnar. Hann sagði að sér gengi ágætlega að byrja morgunverkin aftur. - Hann var næst spurðui" að því hvort þeir Morgunþáttarmenn reyndu að gefa öllum til hæfis í þætti sínum. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.