Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 5

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 5
ÞÁ UNDU MENN GLAÐIR VIÐ SITT Þegar viö ákváðum að taka þátt í þessari ritgerð- arsamkeppni þá uppgötvuðum við að við áttum ekki vöi á mjög mörgum á þessum aldri sem voru tilbúnir "I að ræða við okkur. Fyrir valinu varð þó Lárus Blöndal bóksali, afi Þórs. Lárus fæddist 11. mars 1914 á Eyrarbakka. For- eldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson kaupm. °9 kona hans Ragnheiður Blöndal. Á þeim tíma, Pegar hann var að alast upp, var Eyrarbakki aðal- verslunarmiðstöð fyrir Árnes-, Rangárvalla- og V--Skaftafellssýslu. Þá voru engin farartæki nema hesturinn og hestvagninn. Menn komu til Eyrarbakka 1 svokallaðar lestarferðir á vorin til að birgja sig upp af Varningi og selja afurðir sínar. Sex ára fór hann í sveit að Hofi á Rangárvöllum og tók tvo daga að komast þangað með „lest" en tekur nú röskan klukkutíma á bíl. Lestarferðir voru áður fyrr Lárus Blöndal, bóksali. Helgi og Þór ræða við Lárus Blöndal bóksala Þór. geysilegt ferðalag enda fóru hestarnir fetið alla leið- ina. - Stundaðir þú mikið íþróttir í gamla daga? „Já, og íþróttir í minni æsku voru einkum glíma og fimleikar þegar í skólann kom.". - Geturðu sagt okkur eitthvað frá stríðsárunum? „Allir trúðu þá að hlutleysi væri einhver vernd sem stríðsaðilum bæri skylda til að virða. Það kom hins vegar á daginn að þetta blessaða hlutleysi var einsk- isvert og alls ekki virt af hvorugum aðila. Báðir höfðu uppi áætlanir um hernám hér en við vorum svo hepp- in ef hægt er að nota það orð að Bretarnir komu hér skömmu áður en Þjóðverjanna var von. Þess vegna er fáránlegt að haida að hlutleysi sé einhvers virði í nútíma hernaði." da9 en þá var fermt í sveitinni. Heiman að frá okkur Var stíf klukkustundar reið til kirkju eftir hestagötum °9 troðningum yfir ár og læki. Þetta var ógleyman- 'e9t. Hin ferðin var svokölluð smalaferð. Þá fórum við ^rakkarnir með foreldrum okkar í heimsókn í næstu SVeit til að finna frændfólk okkar og þá var gist eina n°tt. Ekki minnist ég fleiri ferða foreldra minna frá bæ an erinda." ~~ Lékuð þið ykkur við krakka frá öðrum bæjum? "Krakkar léku sér aldrei saman nema í frímínútun- UlTl í skólanum. Lífið sjálft var bömunum leikur." ~ Hvað um menntunina? >Hún mun hafa verið upp og ofan eftir nemendum L sjálfum eins og nú er. Skóli starfaði sex mánuði á ári á tveim stöðum í sveitinni, þrjá mánuði á hvorum stað, hálfan mánuð í senn. Heimanám var svo í skóla lífsins þess á milli." - Var nokkuð um það að 14-15 ára börn reyktu eða drykkju áfengi? „í þann tíð hefði engum dottið í hug að bendla börn við vín eða tóbak enda ekkert fordæmi fyrir slíku á afdalabæjum í strjálbýlli sveit." - Þegar þú lítur til baka, hvort finnst þér mannlífið hafa batnað eða versnað? „Þessu get ég ekki svarað. En ég veit að allur hugsunarháttur manna er mikið breyttur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.