Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 44

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 44
ÆSKAN 85 xom, Aðdáendaklúbbar Mér finnst Æskan mjög góð. Hún batnar alltaf meira og meira. Mig langar að fá heimilisföng Iron Mai- den, AC/DC og Police. Marinó Heimilisföngin sem þig langar til að fá eru þessi: Iron Maiden PO Box 391 London W4 2LZ England AC/DC 18 Watson Close Bury St. Edmunds Suffolk England The Police Codrington Mews 41 b Blenheim Crescent London W11 2EF Boy George Kæri Æskupóstur. Ég vil byrja á því að þakka gott blað. Mig langar að spyrja um svo- lítið. 1. HvaðhefurCultureClubgefið út margar stórar plötur? 2. Ertu ekki sammála því að birta plakat af Boy George eða við- tal við Culture Club af því að Boy George var poppstjarna ársins 1983? Þökk fyrir birtinguna. Boy George-aðdáandi í Óiafsfirði. Það munu vera til tvær stórar plötur með Culture Club. Viðtal, og þó kannski frekar veggmynd af Boy George eða Culture Club, er vel athugandi. En hvers vegna segir þú að Boy George hafi verið popp- stjarna ársins 1983? Paul Young Kæri Æskupóstur! Ég vil byrja á að þakka fyrir gott blað. Veit Æskan um heimilisfang aðdáendaklúbbs Paul Young? Helga P. s. Þakka birtinguna ef þetta verður birt. Ef þú ert að hugsa um að skrifa til aðdáendaklúbbs Páls „Unga" þá er utanáskriftin: Paul Young Fan Club 17 Soho Square London W1 England Bréf frá Skagafirði Kæra Æska í fyrsta tölublaði þessa árs var mikið skrifað um Tomma og Jenna og nú ætla ég að blanda mér í um- ræðuna. Ég ráðlegg þeim sem eru á móti þeim að slökkva á sjónvarp- inu. Vissulega er svolítið um ofbeldi í þáttunum en samt eru þeir bráð- skemmtilegir. Hér koma svo nokkrar spurning- ar: 1. Hvers vegna kemur Æskan ekki út í hverjum mánuði? 2. Því er Æskupósturinn ekki lengri fyrst það berast svona mörg bréf? 3. Ef Æskan efndi til teikni- myndasamkeppni; yrðu þá settar sérstakar reglur? 4. Hefur bréf eins og þetta mikla möguleika á að verða birt? Þið mættuð birta fleiri plaköt. Lengi lifi Æskan. Eydís Magnúsdóttir. Svör: 1. Þá yrði árgjaldið miklu hærra og við þyrftum að fjölga starfs- rmönnum við blaðið. 2. Það er rétt; mörg bréf berast, en þau fjalla oft um sama efni. Les- endur mættu gjarnan skrifa okkur meira um sjálfa sig, segja t. d. frá skólanum sínum og félagslífinu og fréttir úr heimabyggð sinni, ef þeir búa úti á landi. Þá væri athugandi að gefa Æskupóstinum meira rúm I blaðinu. 3. Dómnefndin yrði að ákveða þær reglur. 4. Þú sérð það. Bubbi, Bowie, Kizz og Nína Hagen Kæri Æskupóstur Fyrst ætla ég að þakka gott blað. Er til einhver aðdáendaklúbbur Bubba? Þarí að skrifa á ensku þeg- ar maður skrifar aðdáendaklúbbum erlendis. Hvað er heimilisfang hjá aðdáendaklúbbi David Bowie, Kizz og Nínu Hagen? Þakka birtinguna Fanney Ósk Það er gaman að þér skuli líka svona vel við blaðið. Því miður hafa umboðsaðilar Bubba ekki komið reglulegum aðdáendaklúbbi á tót Það væri þó ekki vanþörf á. En Þu gætir reynt að fá upplýsingar um Bubba hjá útgáfufyrirtækjunum 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.