Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 48
Poppgetraun Æskunnar
Dregið hefur verið í Poppgetraun
Æskunnar. Þau heppnu eru: Ása
Líndal Hinriksdóttir, Hjarðarholti 17,
300 Akranesi; Linda Rut Benedikts-
dóttir, Hlíðarbraut 4, 540 Blönduósi
og Róbert Hafliðason, Mýrum 1,
450 Patreksfirði. Peim hafa verið
send eintök af Poppbókinni - í
fyrsta sæti.'
Rétt svör við spurningunum voru
þessi:
1. Hvað hét fyrsta hljómsveitin
hans Bubba?
Svar: Gúanóbandið.
2. í hvaða hljómsveit var Ragnhild-
ur Gísladóttir áður en hún stofn-
aði Grýlurnar?
Svar: Brimkló.
3. Hvað hét handknúna hljóm-
sveitin sem Egill Ólafsson var
bassaleikari í?
Svar: Spilverk Þjóðanna.
4. Hvað heitir Megas réttu nafni?
Svar: Magnús Þór Jónsson.
5. Hjá hvaða blöðum er hljóm-
borðsleikarinn Árni Daníel
blaðamaður?
Svar: Vikunni og DV.
Það er kannski rétt að geta þess
að Árni Daníel er ekki lengur blaða-
maður hjá DV. Um mánaðamótin
febrúar/mars færði hann sig yfir til
dagblaðsins Tímans. Og fyrst við
erum að tala um Árna Daníel þá
sakar ekki að geta þess að hann er
að endurreisa rokksveitina ágætu
Taugadeildina. Við skýrum vænt-
anlega nánar frá framvindu þeirra
mála síðar.
( PLÖTUR
íkarus
í fyrrasumar söng Tolli (bróðir
Bubba) inn á Ijómandi skemmtilega
plötu, The Boys from Chicago.
Honum til aðstoðar var rokksveitin
íkarus. Nú er íkarusvagninn aftur
kominn á fulla ferð. Plata, sam-
nefnd hljómsveitinni, er væntanleg
á markað síðar í vor. Á plötunni
skipta þeir Tolli, Bragi Ólafsson
bassaleikari og meistari Megas
söngnum bróðurlega á milli sín.
Sem fyrr er músíkin hrátt og pönk-
Tolli, einn af þrem söngvurum
hljómsveitarinnar ÍKARUSAR.
að rokk. Að þessu sinni má greina
sterk áhrif frá Gang of Four og Rol-
ling Stones í mörgum laganna.
Lindsay Cooper
Breski kvenskörungurinn og ís-
landsvinurinn Lindsay Cooper er
að senda frá sér sína aðra sóló-
plötu, The Gold Diggers, um þess-
ar mundir. Platan er að hluta til
unnin hérlendis. Á henni spilar
Lindsay Cooper m. a. hugljúfa pí-
anóballöðu sem hún tileinkar ls-
landi. í öðrum lögum plötunnarspil-
ar Lindsay einnig á gítar, óbó, bás-
únu og saxófón. Lögin eru afar fjöl-
breytt að stíl. í þeim má m. a.
greina popp, djass, rokk, vals, syn-
fónískar tilhneigingar o. m. fl.
Jimmy Cliff
Á síðustu vikum hafa nokkur laga
jamaíska blökkusöngvarans Jimmý
Cliffs tröllriðið óskalagaþáttum
hljóðvarpsins, diskótekum o. s. frv-
Sérstaklega á þetta við um lögih
Many Rivers to Cross, Reggae
Night, We All are One og Roots
Woman. Fyrstnefnda lagið er vin-
sælast í meðförum bresku reggí"
sveitarinnar UB40 en síðarnefndu
lögin þrjú eru sungin af Jimmy sjálf-
um. Many Rivers to Cross er að
finna á Ubba-plötunni Laibour of
Love (ásamt Red, Red Wine og
Keep on Moving) en hin lögin eru
öll á nýjustu plötu Jimmys, Povver
and the Glory.
Mark Hollander
Belgískir popparar eru ekki áber-
andi á vestræna popprnarkaðinum.
Þó hefur vinsælasti hljómborðs-
leikari Belga, Mark Hollander, náð
að vekja á sér athygli í Bretlandi og
víðar. Á nýjustu plötu sinni, Once
Dances, sýnir Mark líka og sannar
að hann er allrar athygli verður. Þar
spilar hann létt tölvupopp á bæð1
fjölskrúðugan og allt að því ferskan
máta.
48
UMSJON JENS GUÐMUNDSSON