Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 34

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 34
umsjá Kirkjumálanel ÞATTU kvenna í Reykjavík. „í apríl fer að vora, víst ég hlakka til, veturinn er liðinn, svona hér um bil...“ Hve margir eru það ekki, sem hugsa svona, nú þegar við von- umst eftir að þessum vetri fari að Ijúka. Okkur finnst eflaust mörgum, að hann hafi verið nokkuð stremb- inn. Við sem alin erum upp fyrir vestan eða norðan höfum nú kannski séð „hann svartari," og vex ekki allt í augum en hver þráir ekki hlýjuna og birtuna? Jæja, þetta var nú nokkurs konar inngangur. Þegar fer að vora, hefst „hreingerninga-tímabilið”. Nú þarf að taka til hendi bæði úti og inni. Hvað skyldu koma í Ijós margar brotnar flöskur, t. d. þegar snjórinn er farinn, svo eitthvað sé nefnt? Og hverjir skyldu hafa verið þar að verki? Hvað skyldu liggja margar smá fernur undan ávaxtadrykk og margir tómir ópalpakkar á víð og dreif um götur og garða, og hver skyldi hafa verið þar að verki? Nú er það ekkert mál, hvort sem þú hefur fleygt frá þér og útatað um- hverfi þitt og óprýkkað borgina þína eða bæinn þinn í vetur, þá hefjumst nú handa og gerum allsherjar vor- hreingerningu, þegar blessað vorið er komið. Hver verður fyrstur að skipuleggja hópinn sinn og hefjast handa? Það eru til skátafélög, æskulýðsfélög, íþróttafélög, stúkur og fleiri skipulagðir hópar, sem geta tekið til hendi. Þið getið margt, ef þið bara viljið og takið höndum saman. Eftir tvö ár er borgin okkar gamla Reykjavík 200 ára, við skulum endilega vanda okkur þangað til, hætta að henda rusli og brjóta flöskur á leið okkar, og þetta gildir um allt landið okkar. Hérna skuluð þið fá fallegt Ijóð um landið okkar til að ylja ykkur við. Ég læt ykkur að vísu ekki fá nema 2 síð- ustu vísurnar, þær tilheyra gömlum skátasöng eftir Þorstein Gíslason, en þær eru til þess að minna ykkur á að ísland er okkar land, og við eigum að hlúa að því á allan hátt. „ísland, þú ert okkar land, okkar mæðra jörð. Helgar heilladísir haldi um þig vörð. ísland, ættlandið kært, okkar feðra jörð, allar helgar heilladísir haldi um þig vörð“. Heil til starfa fyrir land og þjóð. Hrefna 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.