Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1984, Page 34

Æskan - 01.04.1984, Page 34
umsjá Kirkjumálanel ÞATTU kvenna í Reykjavík. „í apríl fer að vora, víst ég hlakka til, veturinn er liðinn, svona hér um bil...“ Hve margir eru það ekki, sem hugsa svona, nú þegar við von- umst eftir að þessum vetri fari að Ijúka. Okkur finnst eflaust mörgum, að hann hafi verið nokkuð stremb- inn. Við sem alin erum upp fyrir vestan eða norðan höfum nú kannski séð „hann svartari," og vex ekki allt í augum en hver þráir ekki hlýjuna og birtuna? Jæja, þetta var nú nokkurs konar inngangur. Þegar fer að vora, hefst „hreingerninga-tímabilið”. Nú þarf að taka til hendi bæði úti og inni. Hvað skyldu koma í Ijós margar brotnar flöskur, t. d. þegar snjórinn er farinn, svo eitthvað sé nefnt? Og hverjir skyldu hafa verið þar að verki? Hvað skyldu liggja margar smá fernur undan ávaxtadrykk og margir tómir ópalpakkar á víð og dreif um götur og garða, og hver skyldi hafa verið þar að verki? Nú er það ekkert mál, hvort sem þú hefur fleygt frá þér og útatað um- hverfi þitt og óprýkkað borgina þína eða bæinn þinn í vetur, þá hefjumst nú handa og gerum allsherjar vor- hreingerningu, þegar blessað vorið er komið. Hver verður fyrstur að skipuleggja hópinn sinn og hefjast handa? Það eru til skátafélög, æskulýðsfélög, íþróttafélög, stúkur og fleiri skipulagðir hópar, sem geta tekið til hendi. Þið getið margt, ef þið bara viljið og takið höndum saman. Eftir tvö ár er borgin okkar gamla Reykjavík 200 ára, við skulum endilega vanda okkur þangað til, hætta að henda rusli og brjóta flöskur á leið okkar, og þetta gildir um allt landið okkar. Hérna skuluð þið fá fallegt Ijóð um landið okkar til að ylja ykkur við. Ég læt ykkur að vísu ekki fá nema 2 síð- ustu vísurnar, þær tilheyra gömlum skátasöng eftir Þorstein Gíslason, en þær eru til þess að minna ykkur á að ísland er okkar land, og við eigum að hlúa að því á allan hátt. „ísland, þú ert okkar land, okkar mæðra jörð. Helgar heilladísir haldi um þig vörð. ísland, ættlandið kært, okkar feðra jörð, allar helgar heilladísir haldi um þig vörð“. Heil til starfa fyrir land og þjóð. Hrefna 34

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.