Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1984, Qupperneq 46

Æskan - 01.04.1984, Qupperneq 46
Viðtal: Eðvarð Ingólfsson Myndir: Heimir Óskarsson RÁS 2: Langþráð tónlistarútvarp Það var unnendum poppmúsíkur mikið fagnað- arefni þegar rás 2 tók til starfa 1. desember sl. Þessi nýja stöð markar tímamót í hálfrar aldar sögu útvarpsins því nú geta hlustendur í fyrsta sinn valið milli tveggja stöðva. Óskir um að létt tónlist yrði send út á sérstakri rás eru ekki nýjar af nálinni. Vinsældir kanaútvarpsins á Suðvest- urlandi sýndu að grundvöllur væri fyrir stofnun slíkrar rásar. Það hefur li'ka komið á daginn; rás 2 nýtur mikilla vinsælda, ekki aðeins hjá unga fólk- inu heldur líka hjá því eldra. Á rás 2 er leikin létt tónlist frá morgni til kvölds. Rúmlega þrjátíu dagskrárgerðarmenn sjá um þætti með fjölbreyttri tónlist, rabba við hlustend- „Stundum er þögnin besta tónlistin" segir Páll Þorsteinsson Páll Þorsteinsson er einn þriggja sem sjá um morg- unútvarpið á rás 2 og samstarfsmenn hans kalla hann leiðtogann í hópnum. Páll er löngu kunnur fyrir störf sín í útvarpi. Hann sá um syrpuþætti í nokkur ár á rás 1, var við morgunútvarp einn vetur, var þulur útvarpsins eitt sumar og áfram mætti lengi telja. Páll vann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni, forstöðu- manni rásar 2, við undirbúning rásarinnar. Hann sá m. a. um að ráða fólk til starfa og prófa það. „Við Morgunþáttarmenn mætum til vinnu á níunda tímanum til að leggja síðustu hönd á þáttinn og setja okkur í stellingar fyrir útsendingu," sagði Páll þegar blaðamaður forvitnaðist um vinnubrögð þeirra fé- laga. - Er þetta fullt starf hjá ykkur? „Já, en allir höfum við þó aukastarf. Það er eins með okkur og marga aðra í þjóðfélaginu: Það lifir enginn lengur af einu starfi." - Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt um sjö-leytið. Ég vil vera vel vaknaður þegar útsending hefst kl. 10. Röddin er alltaf síðust að vakna. Ég byrja morguninn á því að fá mér kaffi, les blöðin og fer yfir handritið.“ - Þá hlýtur þú að sofna snemma á kvöldin? „Já, ég sofna oftast fyrir miðnætti." ur milli laga, fá gesti í heimsókn og brydda upp á ýmsum nýjungum. Þeir leggja ríka áherslu á að vera í sem bestum tengslum við hlustendur, taka mið af tónlistarsmekk þeirra og óskum um efni. 70% landsmanna heyra útsendingar rásar 2 en næsta sumar er gert ráð fyrir að hún nái eyrum allra landsmanna að undanskiidum íbúum á Suð- austurlandi. Geta þá fleiri notið Ijúfra tóna og annars efnis sem kemur frá henni. Enginn vafi leikur á því að rás 2 er spor í rétta átt í lýðræðisþjóðfélagi. Hlustendur vilja geta val- ið um stöðvar og hlustað á efni við sitt hæfi á meðan þeir taka þátt í að halda þjóðarskútunni á floti. Hinir eldhressu stjórnendur Morgunþáttarins: Ásgeir Tómas- son, Páll Þorsteinsson og Jón Ólafsson. Páll sagði að hann væri að vísu svonefndur B-maður (kvöldglaður - andstætt við að vera morg- unhani) en gerði sig að A-manni. Þegar hann var j morgunútvarpinu á rás 1 þurfti hann að vakna kl. 5 á morgnana svo að þetta er ekkert nýtt fyrir honum- Um helgar snýr hann svefntímanum við en þá er hann kynnir á söngskemmtunum í einu veitingahúsi borgarinnar. Hann sagði að sér gengi ágætlega að byrja morgunverkin aftur. - Hann var næst spurðui" að því hvort þeir Morgunþáttarmenn reyndu að gefa öllum til hæfis í þætti sínum. 46

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.