Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 13
í tilefni árs æskunnar
*
írtiynd Evrópu í hnotskurn
Lúxemborg er dásamlegt lítið land í
hjarta Evrópu á mðrkum stórveldanna
Frakklands og Þýskalands. Landið er að-
eins 2587 km2 og íbúar eru um 380.000
talsins. Við fyrstu sýn virðist manni að
landið sé að mestu skógi vaxið en skógur
mun þó aðeins þekja um þriðjung þess. í
norðri eru hœðir Ardennafjalla, grösugar
og kjarri vaxnar hlíðar, en í suðri berfyrir
sjónir rœktuð tún og skóga. Austast er
vínrœkt í Móseldalnum þar sem áin Mós-
el skilur að Lúxemborg og Þýskaland.
Syðst eru svo námasvœðin en þar er mik-
ið um stóriðju, járn- og stálvinnslu, svo
og ýmiss konar léttan iðnað. Landbúnað-
ur gegnir einnig miklu hlutverki, svo og
þjónusta og þá ekki síst við ferðamenn
sem flykkjast til landsins, jafnt frá nœr-
liggjandi löndum sem fjarlœgari slóðum.
tAixemoorg er störhertogadœmi og hef-
ur stórhertoginn, Jean, nú setið við völd í
20 ár ásamt konu sinni, belgísku prinsess-
unni Jósefínu. Þau eiga fimm börn en
fjölskyldan berst lítið á og þykir sérlega
alþýðleg og skemmtileg í viðmóti. Fram-
kvœmdavaldið er í höndum stórhertogans
og 11 ráðherra en kosningarétt til löggjaf-
arþingsins liafa þeir sem náð hafa 18 ára
aldri.
Flestir íbúanna tala þýsku og frönsku,
auk lúxemborgarmálsins sem einna helst
líkist flœmsku. Enskan er líka svo að
segja á allra vörum. Lúxemborgarar eru
mjög þægilegir í framkomu, liðlegir og
tilbúnir að greiða hvers manns götu. Þar
er ekki streitunni fyrir að fara, að minnsta
kosti fara þeir þá afar vel með hana.
Snyrtimennska þeirra vekur strax athygli.
Allt virðist hreint og fágað, innan dyra og
utan, í bœjum, borgum og í strjálbýlinu.
Rölt utn borgina
Flestir kjósa að rölta um borgina. Kemur
þar tvennt til: Vegalengdir eru ekki miklar
og margt athyglisvert að skoða og svo er
oft og tíðum nœr ógerlegt að fá bilastœði í
miðborginni.
Segja má að í Lúxemborg mætist gamli
og nýi tíminn á meira áberandi hátt en
víða annars staðar. Því veldur ekki hvað
síst það að fyrir augu ber fjölda fagurra
bygginga og minja frá ýmsum tíma-
skeiðum en um leið gnæfa stórhýsi banka
og alþjóðlegra stofnana við himin hvert
sem litið er. Öldum saman var Lúxem-
borg eitt rammgerasta virki veraldar og
£ 11 «s !.!'.
_ ... »i .. ^ r- I ásSjlL?
BT-Í'
Verðlaurt í pistlasamkeppninni:
Helgarferð til Lúxemborgar.
veitti ekki afmeð öflug veldi á báða vegu.
Leifar Lúxemborgarkastala minna óneit-
anlega á þessa sögu og einnig neðanjarð-
argöng sem höggvin voru inn í klettana og
eru 20 metra löng. Stórhertogahöllin var
byggð á 16. öld og bætt um betur um
tveim öldum síðar. Notre-Dame dóm-
kirkjan er frá 17. öld og ýmsar opinberar
byggingar, ráðhús og fleiri, eru alda-
gamlar.
Eins og sjá má af þessari lýsingu er
margt spennandi að sjá í Lúxemborg og
því er til mikils að vinna. Sestu niður og
hugleiddu í hvernig þjóðfélagi þú vilt lifa
árið 2000. Hver veit nema þú verðir annar
þeirra heppnu sem hreppa ferðina? —
Allar nánari upplýsingar um keppnina
fást á skrifstofu Æskunnar, sími: 10248.
13