Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 47

Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 47
Einu sinni var járnsmiður sem stundaði vinnu sína í þorpi nokkru. Eetta var duglegur og góðhjartaður maður. Því varð það svo að þorpsbúar, sem þurftu á aðstoð járnsmiðsins að halda, fóru að þakka vel fyrir sig en minna fór fyrir borgun. Svona gekk þetta nokkuð lengi. En þar kom að einn þorpsbúi fékk dálítið samviskubit af því að hann hafði fengið góða þjónustu hjá járnsmiðnum en lítið sem ekk- ert borgað. Hann ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og gefa járnsmiðnum kött sem hann þurfti hvort sem var að losna við. Járnsmiðurinn tók við kettinum og hafði hann í smiðjunni hjá sér. Þar var næg- ur hiti og gott húsaskjól. Eftir þetta sagði járnsmiður- inn viðskiptavinum sínum að þakka kettinum sínum fyrir þegar þeir ætluðu að þakka honum. Svo fór um síðir að kötturinn dróst upp og dó. Við skiptavinir járnsmiðsins höfðu séð hann dragast upp og fóru að spyrja úr hverju hann hefði drepist. Járnsmiðurinn var ætíð seinn að svara þessari spurningu en sagði að lokum að hann hefði ekki verið illa haldinn, hann hefði fengið svo mikið þakklæti. En það er að segja af viðskiptavinum járn- smiðsins að þeir skildu sneið- ina og stóðu vel í skilum við hann upp frá því. P.s. Pabbi sagði mér söguna. Ég hef aldrei áður skrifað í Æskuna. Frásögn Hildar Bjarkar Einarsdóttur 9 ára Smásaga lesanda o Sagan af kettinum sem fékk þakkirnar 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.