Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 50
Prír hljóta verðlaun. Sendið lausn til Æskunnar, pósthólf 523, 121 Reykjavík. Greinið aldur, auk nafns og
nákvæms heimilisfangs.
Smælki
Mamma: Hvernig stendur á því,
Magga mín, að þú gleymir öllu sem
þú lærir í skólanum? Þegar Fríða
kemur til mömmu sinnar getur hún
sagt henni frá öllu sem hún hefur séð
og heyrt.
Magga: Það er nú ekkert undarlegt
þó að hún muni betur en ég, hún sem
á heima rétt við skólavegginn.
Ferðamaður: Pað eru engin minnis-
merki eða standmyndir hér í bænum.
Hafa engin stórmenni fæðst hér?
Drengur: Nei, hér fæðast aðeins
smábörn.
Pabbi: Silli minn, hvað gerðirðu við
tuttugu krónurnar sem ég gaf þér í
gær?
Silli: Eg lét gamla komu fá þær...
Pabbi: En hvað þú ert góður
drengur.
Silli: ...fyrir rjómaís.
Ari: Hvers vegna setja málarar alltaf
nafn sitt neðst á hverja mynd sem
þeir mála?
Oli: Til að sýna hvernig þær eiga að
snúa.
Jonni litli: Ég get dálítið sem þú get-
ur ekki, pabbi.
Faðirinn: Hvað er nú það, drengur
minn?
Jonni litli: Ég get vaxið.
_________________________________________)
n r