Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 19

Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 19
- Já, ég viðurkenni það. Ég held mest upp á Frankie Goes To Holly- wood. Hún andvarpaði feginsamlega. — Þeir eru þó hótinu skárri en Wham. - Er þér illa við strákana í Wham? - Æi, þeir eru svo væmnir greyin. Smábörnin halda mest með þeim. Heldurðu að maður vilji skemma í sér heilann? Líklega var hún að reyna að ganga fram af honum, hefna sín fyrir skrökið. — Ertu sjúklegur Duran-Duran aðdáandi? — Algjör. Ég elska þá. — Veistu hvaða skónúmer Nick Rhodes notar? Hann langaði til að prófa hana svolítið. - 41, svaraði hún að bragði. — Ertu nú alveg viss? — Auðvitað, alveg hárviss. Ann- að væri bömmer. Ég veit allt um strákana. — Hvenær gekk Simon Le Bon í Duran-Duran? - 16. júlí 1980. — Er hann trúlofaður? Já, Klöru Stanfield, tvítugri, kana- dískri fyrirsætu. Hún gusaði þessu út úr sér, virtist hafa allt á hreinu. Maríönnu var sýnilega skemmt yfir því hvað Arni varð undrandi, hann sem ætlaði að reka hana á gat. Hann hætti að spyrja, ákvað að hrósa henni ekki, var í vafa um hvort svörin væru rétt, hún gat hafa séð í gegnum fákunnáttu hans. Árni ætlaði að fara að tala meira við hana þegar hún spratt skyndilega upp og sagðist þurfa á pósthúsið fyrir fintm. Hún sneri sér við í dyrunum, horfði rannsakandi á hann og spurði: — Veistu hvað Simon Le Bon er þungur? - Ha, ég...nei. — Nákvæmlega 73 kíló og 200 grömm samkvæmt síðustu vigtun, sagði hún glottandi og hvarf í sarna bili. Hann hristi höfuðið. Þessir Duran-Duran aðdáendur! OKKAR. Á MILLI Nafn: Þormóður Sigurðsson Fæðingardagur og ár: 28. júní 1972 Stjörnumerki: Krabbi Skóli: Gagnfræðaskóli Hveragerðis Bestu vinir: Hjalti og Janus Áhugamál: Sund, handbolti og karate Eftirlætis: — íþróttamaður: Michael Gross, vestur þýskur sundmaður — popptónlistarmaður: Gene Simmons í Kiss — leikari: Sylvester Stallone — rithöfundur: Halldór Laxness — sjónvarpsþáttur: Dallas — útvarpsþáttur: Frístund á Rás 2 — matur: Ýsa. Eftirmatur: Búðingur — dýr: Hundur — bílatcgund: Pontiac liturinn: Blár námsgreinin í skólanum: Enska, íþróttir Leiðinlegasta námsgreinin: Stafsetning Besti dagur vikunnar: Föstudagur Leiðinlegasti dagurinn: Mánudagur Bestu kostir vina: Að vera skemmtilegir og sterkir Leiðinlegast í fari vina: Það er ekkert leiðinlegt í fari minna vina Háttatími: 12-12.30. Um helgar: 2-3 Það land sem mig langar mest til að heimsækja: Bandaríkin Það sem mig langar að verða: Húsa- smiður Drauma-konan: Dökkhærð með brún augu og brúnt hár. Skemmtileg og hafi sömu áhugamál og ég. Hún má ekki vera feit. Nafn: Svava Kristinsdóttir Fæðingardagur og ár: 3. mars 1971 Stjörnumerki: Fiskur Skóli: Reykir, Hrútafirði Bestu vinir: Elín og Helga Áhugamál: Strákar, föt, lög og ljós- rnyndun Eftirlætis: — íþróttamaður: Ásgeir Sigurvinsson — popptónlistarmaður: Mick Jagger, David Bowie og Prince — leikari: David Bowie, Sylvester Stallone og Roger Moore — rithöfundur: Höfundur ísfólks-bók- anna — sjónvarpsþáttur: Skonrokk, bíómynd- ir um helgar — útvarpsþáttur: Frístund og vinsælda- listi Rásar 2 — matur: Kínverskur matur — dýr: Hestar, hundar og mýs — bílategund: Rolls Royce — liturinn: Svartur, hvítur og bleikur — námsgreinin í skólanum: Eðlisfræði og leikfimi Leiðinlegasta námsgreinin: Kristinfræði og saga Besti dagur vikunnar: Föstudagur Leiðinlegasti dagurinn: Sunnudagur Bestu kostir vina: Skemmtilegir Leiðinlegast í fari vina: Þegar þeir kjafta frá leyndarmálum Háttatími: 1-2 á næturnar. Um helgar: 2- 3 Það land sem mig langar mest til að heimsækja: England Það sem mig langar að verða: Flugfreyja Drauma-maðurinn: Ljóshærður og með brún augu, skemmtilegur, sætur og eldri en ég. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.