Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 41
langstærsta gjöfin,
hún var meira að segja
miklu stærri en sjálft
jólatré gömlu hjónanna.
Það mætti segja mér,
hugsaði litla ryksugan,
að inn á þetta litla,
fallega heimili hafi aldrei
komið eins stór jólapakki.
Og það var alveg rétt
hjá henni. Gömlu hjónin
höfðu nefnilega alltaf
vitað að gleði og gæði
jólagjafa fara alls ekki
eftir stærð eða verði þeirra.
Þegar hjónin voru búin að
borða og hjálpast að
við að þvo upp diskana,
hnífapörin, pottana og glösin
settust þau, sæl á svip
í stólana sína
rétt hjá jólatrénu.
Hvað er þetta! hrópaði
konan upp yfir sig.
Hvaða ógnarstóri
böggull er allt í einu
kominn hér inn í stofu?
Hann hlýtur að eiga
að fara í annað hús!
Lestu bara á miðann
sem við hann hangir,
sagði maðurinn brosandi.
Eftir gleðihróp og marga
kossa sátu gömlu hjónin
himinlifandi yfir nýju
ryksugunni sinni. En
ennþá fékk ryksugan litla
ekki agnarögn að borða.
Það var ósköp eðlilegt
því að á sjálfum jólunum
er ekkert að hafa
á gólfunum af því sem
ryksugum þykir best.
Þetta voru mikil vonbrigði
fyrir litlu, rauðu ryksuguna.