Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 45

Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 45
_____________Tónlistarkynning o Madonna Samantekt: Hrafnhildur Linda Heimisdóttir Madonna heitir fullu nafni Madonna Louise Ciccone og er af ítölskum ættum. Hún fæddist 17. ágúst 1960 í bílaborginni Detroit og er því 25 ára. Hún er nreð skolleitt hár, blá augu og er aðeins 154 sentimetrar á hæð. Madonna er elst af 6 systkinum. Mamma hennar dó úr krabbameini þegar hún var sex ára. Það var engu minna áfall fyrir hana þegar pabbi hennar kvæntist ráðskonunni tveim árum seinna. Hann vinnur í Crysler-bílaverksmiðjunni. Madonnu dreymdi marga dagdrauma á yngri árum og átti dálítið erfitt með að sætta sig við veruleikann. Hún var í kat- ólskum skóla og ætlaði að verða nunna en hætti við það þegar hún uppgötvaði stráka. Hún átti erfiða æsku og varð að treysta framar öðru á sjálfa sig. Á skóla- árunum tók hún upp á því að sýna á sér naflann og síðan hefur þessi nafli orðið víðfrægur. í menntaskóla lék hún í 8 mm kvikmynd þar sem verið var að steikja egg á nafla hennar. Madonna segir um upphaf ferils síns: „Ég reyndi ýmislegt og fékk besta tæki- færið þegar ég söng bakraddir hjá Patrick Hernandez en hann gerði lagið Born To Be Alive frægt á sínum tíma. Eftir að hafa ferðast með honum og föruneyti hans um Bandaríkin og Evrópu fór ég sjálf að reyna fyrir mér á tónlistar- brautinni. Ég skipti urn hljómsveitir eins oft og sokka þangað til vinur minn kom mér á samning hjá Sirehljómplötuútgáf- unni.“ — Þar með fóru hjólin að snúast hjá Madonnu. - Þegar hún er spurð um kosti sína svarar hún: „Einn helsti kostur minn er að ég get notað fólk og látið það gera allt fyrir mig sem ég vil.“ Síðan heldur hún áfram: „Þó að ég sé heimsfræg er ég ekki ánægð. Ég vil meira. Ég vil vera best, vera stórstjarna. Svo vil ég stjórna heiminum," segir hún. — Madonna hefur mjög gaman af því að ganga fram af fólki með framkomu sinni og klæðnaði. Fyrir ári sendi hún frá sér plötuna „Madonnu" og seldist hún í rneira en 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.