Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1985, Side 45

Æskan - 01.09.1985, Side 45
_____________Tónlistarkynning o Madonna Samantekt: Hrafnhildur Linda Heimisdóttir Madonna heitir fullu nafni Madonna Louise Ciccone og er af ítölskum ættum. Hún fæddist 17. ágúst 1960 í bílaborginni Detroit og er því 25 ára. Hún er nreð skolleitt hár, blá augu og er aðeins 154 sentimetrar á hæð. Madonna er elst af 6 systkinum. Mamma hennar dó úr krabbameini þegar hún var sex ára. Það var engu minna áfall fyrir hana þegar pabbi hennar kvæntist ráðskonunni tveim árum seinna. Hann vinnur í Crysler-bílaverksmiðjunni. Madonnu dreymdi marga dagdrauma á yngri árum og átti dálítið erfitt með að sætta sig við veruleikann. Hún var í kat- ólskum skóla og ætlaði að verða nunna en hætti við það þegar hún uppgötvaði stráka. Hún átti erfiða æsku og varð að treysta framar öðru á sjálfa sig. Á skóla- árunum tók hún upp á því að sýna á sér naflann og síðan hefur þessi nafli orðið víðfrægur. í menntaskóla lék hún í 8 mm kvikmynd þar sem verið var að steikja egg á nafla hennar. Madonna segir um upphaf ferils síns: „Ég reyndi ýmislegt og fékk besta tæki- færið þegar ég söng bakraddir hjá Patrick Hernandez en hann gerði lagið Born To Be Alive frægt á sínum tíma. Eftir að hafa ferðast með honum og föruneyti hans um Bandaríkin og Evrópu fór ég sjálf að reyna fyrir mér á tónlistar- brautinni. Ég skipti urn hljómsveitir eins oft og sokka þangað til vinur minn kom mér á samning hjá Sirehljómplötuútgáf- unni.“ — Þar með fóru hjólin að snúast hjá Madonnu. - Þegar hún er spurð um kosti sína svarar hún: „Einn helsti kostur minn er að ég get notað fólk og látið það gera allt fyrir mig sem ég vil.“ Síðan heldur hún áfram: „Þó að ég sé heimsfræg er ég ekki ánægð. Ég vil meira. Ég vil vera best, vera stórstjarna. Svo vil ég stjórna heiminum," segir hún. — Madonna hefur mjög gaman af því að ganga fram af fólki með framkomu sinni og klæðnaði. Fyrir ári sendi hún frá sér plötuna „Madonnu" og seldist hún í rneira en 45

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.