Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 31

Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 31
Bréf til þáttarins Ýmsir hafa sent þættinum línu ásamt fyrirspurnum. Vonandi verður framhald á því og fleiri mættu gjarnan láta frá sér heyra. Guðrún í Húnavatnssýslu skrifar: Ég skrifast á við 87 ára konu í Bandaríkjun- um sem langar í íslensk frímerki frá árinu 1930. Hvar og hvernig get ég fengið þau? Ég skrifast líka á við 82 ára karlmann í Bandaríkjunum sem langar í íslenskar samstæður. Hvar og hvernig fæ ég þær? Þar sem ég safna bara útlendum frí- merkjunt á ég fá frímerki að senda þeim. Svar: Ja, Guðrún, ekki líst mér nú á að þú sendir íslensk frímerki frá 1930 án þess að fá fulla greiðslu fyrir. Þau eru reyndar torfengin og afar dýr. Þessi merki kallast almennt Alþingishátíðar- merkin og kosta mörg þúsund krónur. Þau voru gefin út í tilefni af því að liðin voru 1000 ár frá stofnun Alþingis á Þing- völlum. Mér finnst að þú ættir ekki að hugsa meira um þetta. Þegar talað er um samstæður er átt við öll merkin í tiltek- inni útgáfu. Samstæður er ýmist hægt að kaupa hjá frímerkjasölu póststjórnarinn- ar eða frímerkjaverslunum. íslenskir safnarar ættu að fara að með gát þegar þeir skiptast á við erlenda safnara og gæta þess að skipt sé á jafnvirðisgrunni, þ.e. að fá jafndýr merki í stað þeirra sem send eru. Guðný Guðjónsdóttir! Þú hefur vafalaust séð í 3. tölublaði að Shqiperia er sama og Albanía en hin orðin tvö, sem þú spurðir um, eru rituð með kýrillísku letri og merkin eru frá Búlgaríu. B-bArAPH n Frímerki með áletruninni Búlgaría með kýrillísku lctri. Stafirnir HP á undan lands- heitinu samsvara bókstöfun- um NR í okkar stafrófi og eru skammstöfun á orðunum Narodna Rcpublika. Áletrunin mun því þýða: Alþýðulýðveld- ið Búlgaría. Aðrar fyrirspurnir verða að bíða næsta þáttar. Rétt svör viö frí- merkj agetraun Svo virðist sem frímerkjagetraunirnar falli lesendum vel í geð því að margir senda lausnir hverju sinni. Getraun í 3. tölublaði.: Þessi var greini- lega allt of létt því að allir svöruðu rétt (þetta rímar!). Parið á merkinu er auðvit- að Karl Bretaprins og Díana prinsessa, kona hans. Dregið var úr lausnunum og upp konru eftirtalin nöfn: Benedikt Bjarnason, Móbergi, Hjalta- staðaþinghá, 701 Egilsstaðir, Inga Dóra Halldórsdóttir, Jarðbrú, Svarfaðardal, 621 Dalvík, Ragnheiður Hjaltadóttir, Grófarseli 9, 109 Reykjavík, Sigríður Þ. Þórarinsdóttir, Miðgarði 16, 740 Neskaupstað og Sigurbjörn Gunnarsson, Ægisbyggð 8, 625 Ólafsfirði. Getraun í 4. tölublaði: Langflestir svör- uðu alveg rétt eða svona: ísrael - Jerúsalem, Frakkland - París, Sviss - Bern, Pólland - Varsjá. Dregið var úr réttum lausnum og upp kontu þessi nöfn: Erla Snorradóttir, Grímsá, Skriðdal, 701 Egilsstaðir, Erna Guðmundsdóttir, Rein, 840 Laug- arvatni, Gunnar Þór Árnason, Marbæli, 560 Varmahlíð, Svala Sigurðardóttir, Klyfjaseli 18, 109 Reykjavík og Vordís Baldursdóttir, Eyjardalsá, Bárð- ardal, 645 Fosshóll, S.-Þing. Hér kemur svo ný getraun og nú ætla ég að sjá hvort þið lesið það sem ég pikka hér á ritvélina mína. Svörin við spurning- unum, sem hér fara á eftir, er að finna í fyrri þáttum mínum. Dregið verður eins og venjulega úr réttum svörum og fá fimm nöfn að launum minningarörk Leifs Eiríkssonar (Leifs heppna) frá ár- inu 1938, stimplaða á útgáfudegi. Spurningarnar eru: Hvenær voru fyrstu frímerkin gefin út í heiminum og hvar var það gert? Hvenær voru fyrstu íslensku frímerkin gefin út? Ef þið munið þetta ekki er bara að líta yfir fyrri þætti og leita! Utanáskrift þáttarins er sem fyrr: Frí- merkjaþáttur Æskunnar, Pósthólf 11055, 131 Reykjavík. Umsjón: Hálfdan Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.