Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 22

Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 22
ao Framhajdssaga Manni og krakkarní Manni var fimm ára þegar foreldr- ar hans tóku Teina að sér. Þá var Teini ellefu ára. Manni leit á Teina og spurði: Af hverju ertu svona langur í C (t3 Q c 'O £ o V framan? Teini var að vísu óvenju langleitur en hann hafði aldrei verið spurður að þessu fyrr. Teini er ekki langur í framan, svar- aði hann góðlátlega. Teini er bara svo stór. Þá spurði Manni: Kanntu að fljúga? Nei, Teini kunni það ekki. Ég skal kenna þér, sagði Manni. Komdu. Hann tók tvö fjaðraknippi ofan af hillu í garðskúrnum og skipaði Teina að leysa annað í sundur. Sjálfur vafði hann snærinu utan af hinu. Svo hnýttu þeir sér fjögur knippi úr þess- um tveimur og bættu í lausum svart- baksfjöðrum sem Manni átti nóg af. Þegar þeir höfðu reyrt búntin vand- lega saman með öngultaumum hlupu þeir fram á fjörukletta og völdu sér hæfilega hæð. Nú flýg ég, sagði Manni, baðaði fjaðraknippunum ótt og títt og kast- aði sér niður í morkinn þarabing. Fljúg þú nú, kallaði hann. Teini þorir ekki, sagði drengurinn. Það er enginn vandi, kallaði Manni. Ef þú baðar úr höndunum verðurðu svo léttur að þú sekkur varla í þarann. Teini var lengi að hleypa í sig kjarki. Gerðu eins og fuglarnir, hrópaði Manni. Loksins hljóp Teini. Hann veifaði fjaðraknippunum og lenti á rassinum ofan í þarabingnum. Teini gat, sagði hann himinlifandi. Varstu ekki léttur? spurði Manni. Jú, Teini var léttur. Aftur. Þeir hlupu hvað eftir annað. Nú var ég léttur, sagði Manni. Varst þú ekki léttur? Jú, Teini var léttur. Þeir héldu áfram að fljúga. Manni var hættur að spyrja en eftir hvert stökk skellihló Teini og sagði: Nú var Teini léttur. Varst þú ekki léttur? Jú. Og aftur og aftur hló Teini hjart- anlega og spurði: Varstu ekki léttur? Teini var léttur. Þeir komu heim, kámugir upp fyrir haus, og voru skrúbbaðir og smurðir með ilmandi sápu þar til öll þarafýla hvarf af þeim. Upp frá þessu voru þeir óaðskilj- anlegir um margra ára skeið. Og það var ekki fyrr en sjö árum seinna að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.