Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 5
Reynir Pétur í Öxnadal í Eyjafirði. Skagfirskir feðgar á ferðalagi hcilsuðu upp á göngugarpinn.
fagna göngugarpnum að ReynirPétur
uæri orðinn einn skemmtilegasti mað-
ur landsins. Og það uar hann suo
sannarlega!
Nú í haust kemur út bók um göngu-
afrek Reynis Péturs. Eðuarð Ingólfs-
son skráði hana. Æskan fékk leyfi til
að birta útdrátt úr henni. Við grípum
hér niður í einn kafla bókarinnar.
?? Guð hjálpi þér!“
að spekúlera í því að næst þegar ég
labba íslandshringinn ætti ég endi-
lega að bjóða þér með.
Ómar: Jæja, Reynir minn, sjáum nú
til með það. En þessi athöfn hér
verður ekki löng. Hún hefst á því að
Davíð Oddsson borgarstjóri ávarpar
Þ'g-
Davíð: Það er með mikilli ánægju og
gleði sem við Reykvíkingar og
Reykjavíkurborg fögnum hér í hjarta
borgarinnar þessum mikla göngu-
garpi sem gengur í þágu jafngóðs
málefnis. Hann sagði að landið væri
paradís og það tökum við undir. En
sjálfir lítum við auðvitað þannig á að
í þessu góða veðri sé hann kominn
hingað í hjarta Paradísar, í Eden-
lund. Við fögnum þeirri baráttu sem
hann stendur í fyrir hönd sinna með
þeim hætti sem hann gerir það. Það
er ekki bara um að ræða einstætt
afrek sem þú ert að vinna hér heldur
hefur þú einnig náð hug og hjarta
allra landsmanna með þinni einlægu,
góðu og skemmtilegu framkomu. Og
þú ert orðinn einn skemmtilegasti
maður landsins. Svo varstu svo góð-
ur rétt áðan að bjóðast til þess að
hafa nýjan þátt með honum Ómari
til að auglýsa hann upp.
Hlátur og lófaklapp.
Ég ætla næst að lesa hérna upp
lítið bréf:
„Hr. Reynir Pétur Ingvarsson,
Sólheimum, Grímsnesi. I tilefni af
gönguafreki yðar og fjársöfnun til
styrktar íþróttahúsi að Sólheimum í
Grímsnesi hefur Reykjavíkurborg
f.h. Reykvíkinga ákveðið að veita
yður kr. 250.000 til söfnunarinnar."
Maður verður að fara varlega í
útreikningum því að þeir sem sáu
sjónvarpsþáttinn á dögunum vita að
maður verður fljótt leiðréttur ef farið
er vitlaust með. En ef þetta er vit-
laust þá er það ekki mér að kenna
heldur tölvunni. Hún segir að það
séu 1417 km hringinn í kringum land-
ið og að borgarbúar færi þér 177.17
aura á hvern kílómetra eða 250.000
og borgarbúar voru 1. desember síð-
astliðinn 88.745 þannig að þetta eru
2 kr 81,71 eyrir á hvern borgarbúa.
Njóttu vel!“
Næstur tekur til máls Benedikt
Blöndal, formaður Rauða kross ís-
lands, og afhendir Reyni Pétri
150.000 kr frá Rauða krossinum.
Fleiri gjafir streyma að, blóm, pen-
ingar, skór, galli og fullur baukur af
peningum frá starfsfólki Iðnaðar-
bankans.
— Hann er bara saddur, segir
Reynir Pétur þegar hann tekur við
bauknum.
- Og þú ert búinn að vera saddur
mest allan tímann, segir Ómar.
Reynir ræskir sig: Nei, maður
reynir nú að passa sig að vera ekki of
saddur svo að maður sprengi ekki á ,
sig gat. [
5