Æskan - 01.09.1985, Blaðsíða 39
o
spurningar. Mega fleiri en einn
senda svör við getraunum frá sama
heimili?
GB og SG
Þökkum hrós í okkar garð. Svar
við spurningu ykkar er játandi. Það
er alveg velkomið. Þeir sem ekki eru
áskrifendur hafa jafna möguleika á
að hreppa verðlaunin.
Bréf frá Duran Duran
aðdáanda
Ágæta Æska.
Ég er frekar óhress því að ég hef
skrifað þér þrjú bréf en ekkert þeirra
verið birt. Það hefur því hvarflað að
mér að þið hendið sumum bréf-
unum.
Svo er það eitt enn. Það er í sam-
bandi við Duran Duran kynninguna.
Mig langar til að vita hvort þær
Bryndís, Fanney og Helga geta birt
sömu upplýsingar um Andy Taylor
og þær lásu í Frístund á Rás 2. Ég
missti nefnilega af því í útvarpinu. -
Ég vona að þetta bréf verði birt og
ég fái svör við spurningum mínum.
Bæ, bæ,
N.D.A.
Til hamingju með að fá þetta bréf
birt! Því miður verðum við að henda
mörgum bréfum því að okkur berst
svo ótrúlega mikið af þeim. Bréf,
sem í eru fréttir af félagslífi í heima-
byggð bréfritara, hafa forgang í
Æskupóstinum en síðan eru önnur
valin af handahófi. Við gætum auð-
veldlega fyllt blaðið með lesenda-
bréfum en einhvers staðar verður að
setja mörkin. Vonandi sýnið þið
okkur skilning í þessum efnum.
Varðandi seinni spurninguna birtist
sami pistill um Andy Taylor í síðasta
blaði og farið var með í ungl-
ingaþættinum Frístund á Rás 2.
Bréf frá Vík í Mýrdal
Hæ, hó.
Þakka ykkur innilega fyrir vegg-
myndina af Cyndi Lauper. Ég á
heima í Vík og hér er ágætt félagslíf í
tengslum við skólann á veturna. Á
sumrin er hins vegar lítið annað að
gera en að láta sér leiðast og liggja í
leti - og þó. Það er hægt að safna
glæsilegunt veggmyndum og hlusta á
góð lög. Áhugamál mín eru: Fín föt,
veggmyndir, popptónlist, sætir strák-
ar, diskótek og Nik Kershaw. Mig
langar til að eignast stráka fyrir
pennavini. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef
hægt er. Svo er ég með eina uppá-
stungu að lokum. Hún er sú að þið
birtið heimilisföng aðdáendaklúbba
frægra hljómsveita eða söngvara og
einnig vinsæla dægurlagatexta.
Bæjó,
Jónína Sólborg Þórisdóttir,
Bakkabraut 4,
870 Vík í Mýrdal.
E.s. Vil eignast pennavini sem hafa
sömu áhugamál og ég á aldrinum 12-
13 ára.
A
Bókmenntasam
keppni
Kæri Æskupóstur.
Ég er hér ein að norðan og hef
mikinn áhuga á bók-
menntasamkeppni Stórstúkunnar. í
auglýsingum um þessa keppni stend-
ur að handritin eigi að merkja dul-
nefni. Ég skil þetta ekki alveg. Á
ekki að láta nafn, heimilisfang og
aldur fylgja þó svo að dulnefni sé á
handritinu? Og á hvaða heimilisfang
á að senda handritið?
Með fyrirfram þökk,
Ein sem er að prófa sig áfram.
Handrit á að merkja dulnefni og
síðan á nafn höfundar að fylgja í
lokuðu umslagi merktu sama dul-
nefni. Umslagið verður svo ekki opn-
að fyrr en búið er að úrskurða hvaða
handrit hljóta verðlaun. Dulnefnin
eru notuð til að dómnefndin viti ekki
hverjir skrifa handritin. Heimilisfang
Stórstúkunnar er: Pósthólf 523,
Eiríksgötu 5, 121 Reykjavík.
Tvær vísur
Kæra Æska.
Ég ætla að byrja á því að þakka
fyrir frábært blað og síðan láta ykkur
í té tvær vísur sem ég orti. Sú fyrri er
búin til úr kindanöfnum:
Nína, Skvísa, Díla, Dögg,
Dimma, Grána, Tugga.
Mæða, Nebba, Nepja, Snögg,
Næpa, Píla, Skugga.
Hin vísan er svona:
Litlu börnin leika sér
ljúf á sumarkveldi.
En bráðum kemur haustið hér
í hinu mikla veldi.
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna,
Jensína Hjaltadóttir,
Bæ, Árneshreppi,
Ströndum.
_______________________________J
39