Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1985, Qupperneq 19

Æskan - 01.09.1985, Qupperneq 19
- Já, ég viðurkenni það. Ég held mest upp á Frankie Goes To Holly- wood. Hún andvarpaði feginsamlega. — Þeir eru þó hótinu skárri en Wham. - Er þér illa við strákana í Wham? - Æi, þeir eru svo væmnir greyin. Smábörnin halda mest með þeim. Heldurðu að maður vilji skemma í sér heilann? Líklega var hún að reyna að ganga fram af honum, hefna sín fyrir skrökið. — Ertu sjúklegur Duran-Duran aðdáandi? — Algjör. Ég elska þá. — Veistu hvaða skónúmer Nick Rhodes notar? Hann langaði til að prófa hana svolítið. - 41, svaraði hún að bragði. — Ertu nú alveg viss? — Auðvitað, alveg hárviss. Ann- að væri bömmer. Ég veit allt um strákana. — Hvenær gekk Simon Le Bon í Duran-Duran? - 16. júlí 1980. — Er hann trúlofaður? Já, Klöru Stanfield, tvítugri, kana- dískri fyrirsætu. Hún gusaði þessu út úr sér, virtist hafa allt á hreinu. Maríönnu var sýnilega skemmt yfir því hvað Arni varð undrandi, hann sem ætlaði að reka hana á gat. Hann hætti að spyrja, ákvað að hrósa henni ekki, var í vafa um hvort svörin væru rétt, hún gat hafa séð í gegnum fákunnáttu hans. Árni ætlaði að fara að tala meira við hana þegar hún spratt skyndilega upp og sagðist þurfa á pósthúsið fyrir fintm. Hún sneri sér við í dyrunum, horfði rannsakandi á hann og spurði: — Veistu hvað Simon Le Bon er þungur? - Ha, ég...nei. — Nákvæmlega 73 kíló og 200 grömm samkvæmt síðustu vigtun, sagði hún glottandi og hvarf í sarna bili. Hann hristi höfuðið. Þessir Duran-Duran aðdáendur! OKKAR. Á MILLI Nafn: Þormóður Sigurðsson Fæðingardagur og ár: 28. júní 1972 Stjörnumerki: Krabbi Skóli: Gagnfræðaskóli Hveragerðis Bestu vinir: Hjalti og Janus Áhugamál: Sund, handbolti og karate Eftirlætis: — íþróttamaður: Michael Gross, vestur þýskur sundmaður — popptónlistarmaður: Gene Simmons í Kiss — leikari: Sylvester Stallone — rithöfundur: Halldór Laxness — sjónvarpsþáttur: Dallas — útvarpsþáttur: Frístund á Rás 2 — matur: Ýsa. Eftirmatur: Búðingur — dýr: Hundur — bílatcgund: Pontiac liturinn: Blár námsgreinin í skólanum: Enska, íþróttir Leiðinlegasta námsgreinin: Stafsetning Besti dagur vikunnar: Föstudagur Leiðinlegasti dagurinn: Mánudagur Bestu kostir vina: Að vera skemmtilegir og sterkir Leiðinlegast í fari vina: Það er ekkert leiðinlegt í fari minna vina Háttatími: 12-12.30. Um helgar: 2-3 Það land sem mig langar mest til að heimsækja: Bandaríkin Það sem mig langar að verða: Húsa- smiður Drauma-konan: Dökkhærð með brún augu og brúnt hár. Skemmtileg og hafi sömu áhugamál og ég. Hún má ekki vera feit. Nafn: Svava Kristinsdóttir Fæðingardagur og ár: 3. mars 1971 Stjörnumerki: Fiskur Skóli: Reykir, Hrútafirði Bestu vinir: Elín og Helga Áhugamál: Strákar, föt, lög og ljós- rnyndun Eftirlætis: — íþróttamaður: Ásgeir Sigurvinsson — popptónlistarmaður: Mick Jagger, David Bowie og Prince — leikari: David Bowie, Sylvester Stallone og Roger Moore — rithöfundur: Höfundur ísfólks-bók- anna — sjónvarpsþáttur: Skonrokk, bíómynd- ir um helgar — útvarpsþáttur: Frístund og vinsælda- listi Rásar 2 — matur: Kínverskur matur — dýr: Hestar, hundar og mýs — bílategund: Rolls Royce — liturinn: Svartur, hvítur og bleikur — námsgreinin í skólanum: Eðlisfræði og leikfimi Leiðinlegasta námsgreinin: Kristinfræði og saga Besti dagur vikunnar: Föstudagur Leiðinlegasti dagurinn: Sunnudagur Bestu kostir vina: Skemmtilegir Leiðinlegast í fari vina: Þegar þeir kjafta frá leyndarmálum Háttatími: 1-2 á næturnar. Um helgar: 2- 3 Það land sem mig langar mest til að heimsækja: England Það sem mig langar að verða: Flugfreyja Drauma-maðurinn: Ljóshærður og með brún augu, skemmtilegur, sætur og eldri en ég. 19

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.