Æskan - 01.03.1986, Blaðsíða 11
Ronja og Birkir, vinur hennar að veiða sér til matar
w.®l[a að segja sýning fjölleikahúss.
10 komumst aö því aö leikurunum 27
r margt til lista lagt - líka strákunum
eim sem eru átta og tíu ára en þeir
^lka ^undinn hjólandi og Slátrara-
Ftest vissum viö áður að höfundur
jksms, Ole Lund Kirkegaard, skrifar
y°öar bamabækur og því gat ekki
komið á óvart að Fúsi væri lupurlega
saminn. Þýðandinn, Olga Guðrún
Árnadóttir, og höfundursöngtexta, Ól-
afur Haukur Sfmonarson, hafa líka
gott orð á sér og brugðust í engu og
ekki heldur Jóhann Moravek sem
samdi tónlistina. Viðar Eggertsson
leikstjóri hefur alla þræði í hendi sér
og er furða hve hann hemur þennan
leikglaða hóp - hæfilega.
Að sjálfsögðu er fjörið og fyndnin
ekki án alvarlegs undirtóns...
íslenskt tal
við myndina um
Ronju ræningjadóttur
Hitt leikhúsið hóf starf 1984 með því
að færa Söngleikinn Litlu hryllings-
búðina á fjalir Gamla bíós í Reykjavík,
sérstæða sýningu sem vakti mikla at-
hygli og hlaut lof gagnrýnenda fyrir
góðan flutning og vel unnar tækni-
brellur. í vetur sker uppfærsla þess á
Rauðhóla-Rannsý sig úr að frumleik.
Hugmyndaríkir og áræðnir aðstand-
endur Hins leikhússins láta ekki
deigan síga. Skömmu eftir að þú færð
þetta blað í hendur (áætlum viðl), eða
þann 22. mars, hefjast á vegum þeirra
sýningar á kvikmyndinni Ronju ræn-
ingjadóttur með íslensku tali. Það er
í fyrsta sinn sem íslenskt tal er fellt að
erlendri barnamynd. Um fimm vikur
tekur að lesa texta og ganga frá
hljóðsetningu. Einn les í einu og að
sjáfsögðu þarf að endurtaka ýmislegt
svo að árangurinn verði góður. Ronju
„leikur" Anna Þorsteinsdóttir (Jóns-
sonar leikstjóra) en Birki Ragnheiður
Þórhallsdóttir (Sigurðssonar leik-
stjóra). Af öðrum sem raddir sínar Ijá
má nefna Bessa Bjarnason, Gísla
Halldórsson og Guðrúnu Gísladóttur.