Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1986, Blaðsíða 8

Æskan - 01.03.1986, Blaðsíða 8
Sá elnl sem hefl ÖRN ÁRNASON í YFIRHEYRSLU Örn Árnason leikari er tekinn tali að þessu sinni. Hann er einn af þeim sem hafa skotið upp kollinum á leiklistarsviðinu síð- ustu ár og vakið athygli, — ekki síst meðal yngstu kynslóðarinn- ar. Hún fyldist spennt með hon- um í Stundinni okkar á sínum tíma þegar hann kom þar fram með Eiríki Fjalari. Síðast sáum við hann í ára- mótaskaupinu og í þætti sínum Glettum. Örn á ekki langt að sækja leiklistarbakteríuna því að faðir hans, Árni Tryggvason, er kunnur leikari og skemmti- kraftur. Við mæltum okkur mót við Örn sunnudag einn í febrúar og báðum hann að segja okkur fyrst hvenær hann hefði komið í þennan heim. „Það var 19. júní 1959 í Reykjavík og þar hef ég síðan átt heima, nema hvað ég var í Hrísey á sumrin til 16-17 ára aldurs.“ — Var mikill munur á að vera í Reykja- vík og Hrísey? „Nei, ekki fannst mér það. Þetta er sama mannlífið alls staðar. Að vísu voru bernskuleikirnir ólíkir. í Hrísey lék ég mér mikið í fjörunni en hér í bænum hafði maður aftur á móti dýra- garð úr plasti.“ — Varstu ungur þegar þú ákvaðst að feta í fótspor föður þíns? „Nei, það var eiginlega ekki fyrr en árið sem ég byrjaði í Leiklistarskóla íslands, 1978. Ég hugsaði ekki mikið um framtíðarstarfið á unglingsárun- um. Líklega hefur mig helst langað til að verða smiður og kannski skemmti- kraftur að aukastarfi. En svo slysaðist ég inn á leiklistarnámskeið hjá Helga Skúlasyni og eftir það ákvað ég að sækja um í Leiklistarskólanum.“ — Var ekki erfitt að komast inn í skólann? „Jú, það voru 75 umsækjendur e*1 aðeins 8 hrepptu hnossið. Það vaf mikil spenna í kringum þetta því að við urðum að fara í hæfnispróf sern stóð í hálfan mánuð.“ — Gerðirðu þér mikiar vonir um að fa inngöngu? „Auðvitað lifði maður í voninni um að detta í lukkupottinn - en engu 3° síður bjó ég mig undir að verða fyr|r áfalli. Sumir eru lengi að ná sér ef þe'r heltast úr lestinni því að þeir haft kannski ekki haft aðrar áætlanir 2 prjónunum en að verja vetrinum 1 leiklistarnám.“ — Hvernig lagðist svo námið í þig? „Ég var dálítið skrítinn fyrsta árið- vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að taka á þessu. Ég hafði áður gengið með þá hugmynd að það væru deildir1 skólanum og maður gæti valið sér séf' grein, - en svo kom annað á daginn- Námið var mjög fjölbreytt og spann- aði vítt svið.“ — Hafðirðu ekkert lært af pabh*1 þínum? „Nei, einfaldlega af því að ég ætlaðj aldrei að verða atvinnuleikari. Ég velt' starfi hans aldrei neitt fyrir mér og kippti mér ekkert upp við þótt hana æfði í stofunni heima. Þetta var bara atvinna hans í mínum huga. Svo lét eS það alveg eiga sig að vera að þvæla*1 niðri í leikhúsi þegar hann var að asf^ þar:“ . .* Örn er núna fastráðinn leikari vl° Þjóðleikhúsið. Hann leikur í Kardi' mommubænum, barnaleikritinu vi*1' sæla. Þar er hann í hlutverki Jónatans- eins af þrem ræningjum. Svo leika' hann í gamanleiknum Með vífið í lúk' unum og er að æfa um þessar mundif leikriti Shakespears, Ríkharði 3, sem verður frumsýnt í mars. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.