Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1986, Side 8

Æskan - 01.03.1986, Side 8
Sá elnl sem hefl ÖRN ÁRNASON í YFIRHEYRSLU Örn Árnason leikari er tekinn tali að þessu sinni. Hann er einn af þeim sem hafa skotið upp kollinum á leiklistarsviðinu síð- ustu ár og vakið athygli, — ekki síst meðal yngstu kynslóðarinn- ar. Hún fyldist spennt með hon- um í Stundinni okkar á sínum tíma þegar hann kom þar fram með Eiríki Fjalari. Síðast sáum við hann í ára- mótaskaupinu og í þætti sínum Glettum. Örn á ekki langt að sækja leiklistarbakteríuna því að faðir hans, Árni Tryggvason, er kunnur leikari og skemmti- kraftur. Við mæltum okkur mót við Örn sunnudag einn í febrúar og báðum hann að segja okkur fyrst hvenær hann hefði komið í þennan heim. „Það var 19. júní 1959 í Reykjavík og þar hef ég síðan átt heima, nema hvað ég var í Hrísey á sumrin til 16-17 ára aldurs.“ — Var mikill munur á að vera í Reykja- vík og Hrísey? „Nei, ekki fannst mér það. Þetta er sama mannlífið alls staðar. Að vísu voru bernskuleikirnir ólíkir. í Hrísey lék ég mér mikið í fjörunni en hér í bænum hafði maður aftur á móti dýra- garð úr plasti.“ — Varstu ungur þegar þú ákvaðst að feta í fótspor föður þíns? „Nei, það var eiginlega ekki fyrr en árið sem ég byrjaði í Leiklistarskóla íslands, 1978. Ég hugsaði ekki mikið um framtíðarstarfið á unglingsárun- um. Líklega hefur mig helst langað til að verða smiður og kannski skemmti- kraftur að aukastarfi. En svo slysaðist ég inn á leiklistarnámskeið hjá Helga Skúlasyni og eftir það ákvað ég að sækja um í Leiklistarskólanum.“ — Var ekki erfitt að komast inn í skólann? „Jú, það voru 75 umsækjendur e*1 aðeins 8 hrepptu hnossið. Það vaf mikil spenna í kringum þetta því að við urðum að fara í hæfnispróf sern stóð í hálfan mánuð.“ — Gerðirðu þér mikiar vonir um að fa inngöngu? „Auðvitað lifði maður í voninni um að detta í lukkupottinn - en engu 3° síður bjó ég mig undir að verða fyr|r áfalli. Sumir eru lengi að ná sér ef þe'r heltast úr lestinni því að þeir haft kannski ekki haft aðrar áætlanir 2 prjónunum en að verja vetrinum 1 leiklistarnám.“ — Hvernig lagðist svo námið í þig? „Ég var dálítið skrítinn fyrsta árið- vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að taka á þessu. Ég hafði áður gengið með þá hugmynd að það væru deildir1 skólanum og maður gæti valið sér séf' grein, - en svo kom annað á daginn- Námið var mjög fjölbreytt og spann- aði vítt svið.“ — Hafðirðu ekkert lært af pabh*1 þínum? „Nei, einfaldlega af því að ég ætlaðj aldrei að verða atvinnuleikari. Ég velt' starfi hans aldrei neitt fyrir mér og kippti mér ekkert upp við þótt hana æfði í stofunni heima. Þetta var bara atvinna hans í mínum huga. Svo lét eS það alveg eiga sig að vera að þvæla*1 niðri í leikhúsi þegar hann var að asf^ þar:“ . .* Örn er núna fastráðinn leikari vl° Þjóðleikhúsið. Hann leikur í Kardi' mommubænum, barnaleikritinu vi*1' sæla. Þar er hann í hlutverki Jónatans- eins af þrem ræningjum. Svo leika' hann í gamanleiknum Með vífið í lúk' unum og er að æfa um þessar mundif leikriti Shakespears, Ríkharði 3, sem verður frumsýnt í mars. 8

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.