Æskan - 01.03.1986, Blaðsíða 29
pennavinir
EFNI FRÁ LESENDUM
Lögreglumaðurinn
og bóndinn
eftir Siggeir Ólafsson
Inga Margrét Sigurjónsdóttir, Holtskoti,
560 Varmahlíð. 9-11 ára. Er sjálf 10
ára. Áhugamál: Bréfaskipti, sund,
skautar, hestar, söfnun og margt
fleira. Reynir að svara öllum bréfum.
Ingibjörg Ingadóttir, Grundarstíg 28, 550
Sauðárkróki. 12-13 ára. Áhugamál:
Sund, hestar, bréfaskipti og skemmti-
legir krakkar. Reynir að svara öllum
. bréfum.
Asta Guðrún, 870 Vík í Mýrdal. 9-12 ára.
Er sjálf 10 ára. Áhugamál: Wham,
bréfaskipti, glansmyndir, veggmyndir
og fleira. Er sjálf 10 ára.
Aðalheiður Óladóttir, Fagraholti 6, 400
ísafirði. 9 ára.
Hildigunnur Skúladóttir, Miðfelli 4,
Hrunamannahreppi, 801 Selfoss. 13-
15 ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál
ntörg. Svarar öllum skemmtilegum
bréfum.
Sjöfn Þór, Sigtúni 3, 450 Patreksfirði.
Áhugamál: fþróttir og útivist. 10 ára.
Haníel Arason, Hlíðargötu 24, 740 Nes-
kaupstað. Stelpur og strákar 12-14
ára. Er sjálfur 13 ára. Áhugamál:
Tölvur, knattspynra og tónlist (Arca-
dia og Queen). Mynd fylgi fyrsta bréfi
ef hægt er.
^igurlína Bjarnadóttir, Jörundarholti
204, 300 Akranesi. Strákar og stelpur
9-11 ára.
Freyja Ásgeirsdóttir, Birkiteigi 20, 230
Keflavík. Strákar og stelpur 9-11 ára.
Er sjálf 13 ára. Áhugamál: Skíði,
frjálsar íþróttir o. fl. Mynd fylgi fyrsta
bréfi ef hægt er.
Eydís Ásbjörnsdóttir, Strandgötu 15a,
235 Eskifirði. Strákar og stelpur 12-14
ára. Áhugamál: Skíði, diskótek, sætir
strákar, tónlist, Madonna og Modern
Talking.
Hjörn Skúlason, Mánagötu 17, 240
Grindavík. 12-13 ára. Er sjálfur 12
ára. Áhugamál: fþróttir, tónlist,
stelpur o. fl. Svarar öllum bréfum.
Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Linda Helgadóttir, Hraunholti 6, 250
Garði. Stelpur og strákar 9-11 ára. Er
sjálf 10 ára.
“elena Ýr Helgadóttir, Fellsmúla 5, 108
Reykjavík. 10 ára og eldri. Áhuga-
mál: Popptónlist, föt, bréf, skartgripir
°g margt fleira.
etra Hörnquist, Trombv. 4, 175 38 Vár-
fálla, Sverige. 16 ára. Hefur mikinn
ahuga á fslendingum og tónlist.
arbara Sutter, Schubertvveg 25, 6944
Hernsbach, West Germany. 13-15
ara. Er sjálf 13 ára. Leikur á fiðlu og
hefur gaman af tennis.
í Reykjavík fyrir tuttugu árum.
— Gott er blessað veðrið um þessar
mundir hér í Reykjavík, sagði mið-
aldra bóndi við lögregluþjón er stóð
stúrinn og leiður á svip fyrir framan
lögreglustöðina. Hann lifnaði allur
við, leit spekingslega upp í loftið, ýtti
aðeins við einkennishúfunni og klapp-
aði hressilega á axlir bóndans.
- Það held ég nú. Eitthvað annað
en rigingarsuddinn í fyrra sem ætlaði
að gera mann þunglyndan og ómögu-
legan. Lögregluþjónninn brosti við,
steig eitt skref áfram og ræskti sig eins
og til frekari áherslu síðustu orða.
Bóndinn seildist niður í vasa sinn og
dró upp úr honum neftóbaksdós, bauð
lögregluþjóninum nokkur korn en
hann afþakkaði kurteislega og leit á
úrið sitt.
- Hálftími eftir af vaktinni, sagði
hann glaðlega við bóndann sem hand-
lék nokkra smápeninga. Bóndinn
hváði en lögregíumaðurinn nennti
ekki að endurtaka setninguna heldur
horfði áhugasamur á flugvél er bjó sig
undir lendingu.
- Sjáðu þessa, lagsmaður. Heldur
þú að það væri munur ef við hefðum
vængi og gætum flogið hvert sem hug-
urinn girntist? Reyndu að ímynda þér
það, félagi. Hann leit íbygginn til
bóndans er brosti og sagði: - Þá væri
nú leikur einn að komast í blessaða
sveitina sína eða reyndar hvert sem
væri.
Allt í einu fór bóndinn að skelli-
hlæja. - Hugsaðu þér, skríkti hann
milli hláturshviðanna, mikið væri gam-
an að sjá fljúgandi lögregluþjón. Þú
gætir eflaust tekið fasta alla fugla him-
insins. Mikið held ég að greyin yrðu
hissa ef þú kæmir á móti þeim í loftinu
og tækir upp handjárnin.
- Þú ert mesti grasasni, hreytti lög-
regluþjónninn út úr sér og var móðg-
aður. Ætli það væri ekki eins gaman
að sjá þig fljúga með ullina í kaupstað-
inn. Það mætti segja mér að þá kæmu
augu í marga.
Bóndinn brosti í kampinn og fékk
sér duglega í nefið, horfði síðan íhug-
ull á sólina leika um himinhvolfið.
- Ég ætla að hypja mig inn á stöð,
áður en sólin steikir mig. Ég hef lokið
störfum í dag, sagði lögregluþjónninn
glaðlega við bóndann er brosti og
kvöddust þeir félagar kurteislega.
Hvor hélt í sína áttina.
29