Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1986, Blaðsíða 29

Æskan - 01.03.1986, Blaðsíða 29
pennavinir EFNI FRÁ LESENDUM Lögreglumaðurinn og bóndinn eftir Siggeir Ólafsson Inga Margrét Sigurjónsdóttir, Holtskoti, 560 Varmahlíð. 9-11 ára. Er sjálf 10 ára. Áhugamál: Bréfaskipti, sund, skautar, hestar, söfnun og margt fleira. Reynir að svara öllum bréfum. Ingibjörg Ingadóttir, Grundarstíg 28, 550 Sauðárkróki. 12-13 ára. Áhugamál: Sund, hestar, bréfaskipti og skemmti- legir krakkar. Reynir að svara öllum . bréfum. Asta Guðrún, 870 Vík í Mýrdal. 9-12 ára. Er sjálf 10 ára. Áhugamál: Wham, bréfaskipti, glansmyndir, veggmyndir og fleira. Er sjálf 10 ára. Aðalheiður Óladóttir, Fagraholti 6, 400 ísafirði. 9 ára. Hildigunnur Skúladóttir, Miðfelli 4, Hrunamannahreppi, 801 Selfoss. 13- 15 ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál ntörg. Svarar öllum skemmtilegum bréfum. Sjöfn Þór, Sigtúni 3, 450 Patreksfirði. Áhugamál: fþróttir og útivist. 10 ára. Haníel Arason, Hlíðargötu 24, 740 Nes- kaupstað. Stelpur og strákar 12-14 ára. Er sjálfur 13 ára. Áhugamál: Tölvur, knattspynra og tónlist (Arca- dia og Queen). Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. ^igurlína Bjarnadóttir, Jörundarholti 204, 300 Akranesi. Strákar og stelpur 9-11 ára. Freyja Ásgeirsdóttir, Birkiteigi 20, 230 Keflavík. Strákar og stelpur 9-11 ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál: Skíði, frjálsar íþróttir o. fl. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Eydís Ásbjörnsdóttir, Strandgötu 15a, 235 Eskifirði. Strákar og stelpur 12-14 ára. Áhugamál: Skíði, diskótek, sætir strákar, tónlist, Madonna og Modern Talking. Hjörn Skúlason, Mánagötu 17, 240 Grindavík. 12-13 ára. Er sjálfur 12 ára. Áhugamál: fþróttir, tónlist, stelpur o. fl. Svarar öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Linda Helgadóttir, Hraunholti 6, 250 Garði. Stelpur og strákar 9-11 ára. Er sjálf 10 ára. “elena Ýr Helgadóttir, Fellsmúla 5, 108 Reykjavík. 10 ára og eldri. Áhuga- mál: Popptónlist, föt, bréf, skartgripir °g margt fleira. etra Hörnquist, Trombv. 4, 175 38 Vár- fálla, Sverige. 16 ára. Hefur mikinn ahuga á fslendingum og tónlist. arbara Sutter, Schubertvveg 25, 6944 Hernsbach, West Germany. 13-15 ara. Er sjálf 13 ára. Leikur á fiðlu og hefur gaman af tennis. í Reykjavík fyrir tuttugu árum. — Gott er blessað veðrið um þessar mundir hér í Reykjavík, sagði mið- aldra bóndi við lögregluþjón er stóð stúrinn og leiður á svip fyrir framan lögreglustöðina. Hann lifnaði allur við, leit spekingslega upp í loftið, ýtti aðeins við einkennishúfunni og klapp- aði hressilega á axlir bóndans. - Það held ég nú. Eitthvað annað en rigingarsuddinn í fyrra sem ætlaði að gera mann þunglyndan og ómögu- legan. Lögregluþjónninn brosti við, steig eitt skref áfram og ræskti sig eins og til frekari áherslu síðustu orða. Bóndinn seildist niður í vasa sinn og dró upp úr honum neftóbaksdós, bauð lögregluþjóninum nokkur korn en hann afþakkaði kurteislega og leit á úrið sitt. - Hálftími eftir af vaktinni, sagði hann glaðlega við bóndann sem hand- lék nokkra smápeninga. Bóndinn hváði en lögregíumaðurinn nennti ekki að endurtaka setninguna heldur horfði áhugasamur á flugvél er bjó sig undir lendingu. - Sjáðu þessa, lagsmaður. Heldur þú að það væri munur ef við hefðum vængi og gætum flogið hvert sem hug- urinn girntist? Reyndu að ímynda þér það, félagi. Hann leit íbygginn til bóndans er brosti og sagði: - Þá væri nú leikur einn að komast í blessaða sveitina sína eða reyndar hvert sem væri. Allt í einu fór bóndinn að skelli- hlæja. - Hugsaðu þér, skríkti hann milli hláturshviðanna, mikið væri gam- an að sjá fljúgandi lögregluþjón. Þú gætir eflaust tekið fasta alla fugla him- insins. Mikið held ég að greyin yrðu hissa ef þú kæmir á móti þeim í loftinu og tækir upp handjárnin. - Þú ert mesti grasasni, hreytti lög- regluþjónninn út úr sér og var móðg- aður. Ætli það væri ekki eins gaman að sjá þig fljúga með ullina í kaupstað- inn. Það mætti segja mér að þá kæmu augu í marga. Bóndinn brosti í kampinn og fékk sér duglega í nefið, horfði síðan íhug- ull á sólina leika um himinhvolfið. - Ég ætla að hypja mig inn á stöð, áður en sólin steikir mig. Ég hef lokið störfum í dag, sagði lögregluþjónninn glaðlega við bóndann er brosti og kvöddust þeir félagar kurteislega. Hvor hélt í sína áttina. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.