Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 8

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 8
„Þetta er enginn leÚ - Einar Þorvarðarson í aðalviðtali ,Markverðir þurja að vera skapstórir og grimmir. Þeir verða líka að geta haldið ró sinni. Skapríkur markvörður berst harðari baráttu en sá sem er skaplaus. Hann þarj að vera Jljótur að hugsa, út- sjónarsamur og geta áttað sig vel á kostum og göllum móthejjanna. Hann þarj að geta „lesið í leikinn“ eins og það er kallað á handboltamáli.“ Einar Þorvarðarson, markvörður ís- lenska landsliðsins í handknattleik og einn aj bestu markvörðum heims, mælir þessi orð í ítarlegu spjalli við Æskuna. Enn einu sinni er handknattleikshetja í aðalviðtali blaðsins - og ekki að ástæðu- lausu. Þjóðin hefur fylgst vel með glæsi- legum árangri landsliðsins síðustu ár - og framundan eru Ólympíuleikarnir, ein mesta íþróttahátíð heims, þar sem fólk af ólíkum uppruna og þjóðerni tekst á um viðurkenningar og verðlaun. Hugur ís- lendinga verður hjá strákunum í lands- liðinu sem eru orðnir eins og fjölskyldu- vinir okkar. Þegar talað er um þá Einar, Kristján, Þorgils og Guðmund, svo að einhverjir séu nefndir, vita allir við hverja er átt: Strákana í landsliðinu. Þeir ætla að gera sitt besta á Ólympíuleikun- um og takmarkið er að halda stöðu ís- lendinga meðal sex bestu handknatt- leiksþjóða heims. Það verður þungur róður því að við vitum svo vel að skjótt skipast veður í lofti á síðustu mínútum leikja og oft er lítill sem enginn munur á styrkleika liða. Atvinnumaður á Spáni Einar er þrítugur, fæddur 12. ágúst 1957, og húsasmiður að mennt. Hann fæddist í Skerjafirði og bjó þar fyrstu ár- in, fluttist síðan í Vesturbæinn og þaðan í Kópavoginn þegar hann var 10 ára. Sambýliskona hans heitir Arnrún Krist- insdóttir og þau eiga sjö ára dóttur, Mar- gréti Rún. Einar segir að þau Arnrún hafi ekki enn haft tíma til að gifta sig, annríki hafi verið svo mikið hjá þeim fram að þessu. Við hefjum viðtalið þar sem hand- knattleiksferill Einars hefst, hjá HK-lið- inu í vesturhluta Kópavogs en þar átti hann heima á unglingsárunum. „Ég byrjaði að æfa handknattleik árið 1970 þegar ég var 13 ára,“ segir Einar. „Ég var meira að segja einn af stofnend- um HK, Handknattleiksfélags Kópa- vogs. Handknattleiksdeild Breiðabliks var reyndar til en við í Vesturbænum vildum miklu frekar vera með okkar eig- ið félag. Okkur fannst nóg að æfa knatt- spyrnu með Breiðabliki á sumrin. Feður okkar fjögurra hjálpuðu okkur talsvert við að koma félaginu á laggirnar. Það var um tíma rekið eins og fjölskyldufyrir- tæki. Þeir óku okkur út um allar trissur til keppni. í upphafi var aðeins einn flokkur í HK, 4. flokkur. Við vorum með nokkuð gott lið þó að ekki gengi okkur sem skyldí í íslandsmótinu fyrsta veturinn. Við urðum neðstir í okkar riðli. Æfingar liðsins fóru fram í gamla ÍR-húsinu við Túngötu. Guðmundur Þórarinsson, landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum, hjálpaði okkur að gera æfingadagskrá og koma okkur af stað. Annan veturinn gekk okkur vonum framar í íslandsmót- inu og unnum til silfurverðlauna. Flokk- unum fjölgaði hjá HK og við eltumst með félaginu. Breiðablik hvarf í skugga okkar á áratugnum 1970-1980. Á þeim tíma lékum við þrisvar sinnum í fyrstu- deild. Við náðum því miður ekki að Med sambýliskonu sinni Arnrúnu Kristinsdóttur og dótturinni Margréti Rún. 8 ÆSKAti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.