Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 24

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 24
Nokkuð er um liðið síðan starfskynning var síðast í Æskunni. Nú ætlum við að taka upp þráðinn að nýju og að þessu sinni verður starf íþróttakennara kynnt - en það nýtur mikilla vinsælda. Aðsókn hefur alltaf verið mjög mikil í íþróttakennaraskóla íslands á Laugar- vatni, en hann er eini skólinn sem útskrifar íþróttakennara hérlendis, og hafa færri kom- ist þar að en vildu. Ekki er að undra þennan mikla áhuga á íþróttakennaranámi ef haft er í huga hve margir stunda íþróttir hér á landi. í íþrótta- kennaraskólanum gefst íþróttafólki kostur á að öðlast dýpri skilning á þessu áhugamáli sínu, - tilgangi íþrótta og sögu þeirra - jafn- framt því að auka færni sína. Það skýrir ef til vill vel hvers vegna margir af fremstu íþrótta- mönnum þjóðarinnar hafa farið í íþrótta- kennaranám, - að ógleymdum þeim stóra hópi sem hefur almennan áhuga á íþróttum og félagsmálastarfi og kýs þess vegna að gera íþróttakennslu að aðalstarfi sínu. íþróttakennaraskólinn íþróttakennaraskóli íslands hefur verið starfræktur frá árinu 1932. Hann var einka- skóli fyrsta áratuginn en síðan hefur hann verið rekinn af ríkinu. íþróttakennaranám tekur 2 ár. Skólinn hefur þar til í fyrra tekið á móti nemendum annað hvert haust - en framvegis verður það á hverju ári. í haust hófu 22 nýir nemendur nám - en langtum fleiri sóttu um. Inntökuskilyrði í íþróttakennaraskólann eru þessi: * Umsækjandi skal hafa lokið stúdents- prófi. * Lágmarksaldur er 18 ár. * Meðmæli skulu fylgja umsókn, t.d. frá skólastjóra þess skóla sem umsækjandi kem- ur úr og einnig frá íþróttakennara sem getur staðfest hæfni hans í íþróttum. Fleiri með- mælabréf mega fylgja ef umsækjandi telur ástæðu til. * Umsækjandi skal vera bindindissamur, hvorki reykja né drekka áfengi. Að sögn Mínervu Jónsdóttur, kennara 1 íþróttakennaraskólanum, er æskilegt að uffl- sækjendur hafi góðar aðaleinkunnir í málurm stærðfræði - og náttúrufræðigreinum. Það gerir námið í íþróttakennaraskólanum auð- veldara en ella. Aðalnámsgreinar í skólanuffl eru líffærafræði, lífeðlisfræði, heilsufræði, þjálfunarfræði, sálarfræði og kennslufræði- Þær greinar sem nemendur falla einkum í eru tvær þær fyrstnefndu og sálarfræðin. í viðtali við Mínervu kom m.a. fram að ætlunin er að lengja námstímann í íþrótta- kennaraskólanum og vinnur nefnd að þvl máli en óvíst er hvenær hún lýkur störfum- „Þarf að hafa bein í nefinu!£< Unnar Vilhjálmsson, landsþekktur íþrótta- garpur, útskrifaðist frá íþróttakennaraskól' anum vorið 1984. Hann á íslandsmet í há- stökki utanhúss. Fleiri úr fjölskyldu hans hafa getið sér frægðar fyrir iþróttaafrek- Bróðir hans er Einar Vilhjálmsson spjótkast- ari og faðir þeirra er Vilhjálmur Einarsson; sem vann fyrstur íslendinga til verðlauna á Ólympíuleikum. 24 æskah
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.