Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 41

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 41
H-*r*r ^raman standa nokkrir í þvögu og lna eftir að fá afgreiddar samlokur, anglokur, snúða og mjólk. Flestir nem- enda sitja við borð eða í stiga og þeir sem a|s fengið morgunmatinn sinn gæða sér a nonum og spjalla við félagana. Aðrir reYna að næla sér í ofurlítinn blund svo a lítið beri á. Stórar, skemmtilega teiknaðar andlitsmyndir af fyrrverandi nemendum skólans, sem nú eru orðnir Plóðkunnir tónlistarmenn, vekja athygli 0 kar. Þar má h'ta ásjónu Gunnars Þórð- arsonar, Rúnars Júlíussonar, Engilberts Jensens og Þóris Baldurssonar - svo að emhverjir séu nefndir. Ný og vinsæl ægurlagatónlist berst frá hátölurum - av° að sannarlega eru myndirnar vel við jeft í þessu umhverfi. Við veltum fyrir 0 . r hvort einhver andht í salnum eigi hr að prýða þessa veggi í framtíðinni. i ^ur hafði nefnilega verið sagt að mik- Værj af ungu og frambærilegu tónlist- 1 skólanum. Nokkrir gáfu sig á tal 1 okkur, kváðust vera einlægir velunn- arar Æ-skunnar og báðu okkur um að , a viðtal við sig, meira þó í gamni en alvöru. ^ Að heita má allt æskulýðsstarf í Kefla- Vlk fer fram í skólahúsnæðinu. Eftir ennslu er ætluð ein til ein og hálf ukkustund til þrifa. Síðan kviknar aft- nr líf í skólanum og þar er ýmislegt sér 1 gamans gert fram til miðnættis. nítn að hafa gengið um húsnæðið og ynnst skólastarfinu með eigin augum ^auð yfirkennarinn okkur inn á skrif- °tu sína. Áhugi okkar beindist að tölvu ns - enda tæki sem ritstjórar Æskunn- fá ^ma Vl^ a^a daga. Með því að ýta á a takka getur yfírkennarinn fengið all- r uPplýsingar sem hann þarf á að halda um skólastarfið og nemendur. í þessari 0 vu semur hann líka öll bréf sem hann ar að senda vegna starfs síns. Hann er em sé al-tölvuvæddur! *SKANi Margir á föstu í þessari heimsókn tókum við tali þrjá fulltrúa í stjórn nemendafélagsins, þau Guðbjörgu Glóð Logadóttur, Mar- gréti Knútsdóttur og Ólaf Knútsson - en sá síðastnefndi er formaður nemendafé- lagsins. Þau létu vel af félagslífmu og sögðu það hafa verið með miklum blóma í vetur. Opið hús er tvisvar í viku en þá geta krakkarnir farið í borðtennis, billj- arð, teflt, spilað á spil, hlustað á tónlist og dansað. Diskótek eru haldin annan hvern föstudag. Ýmsir klúbbar lifa góðu h'fi og þeir sem njótra mestra vinsælda eru íþróttaklúbbur, Ljósmyndaklúbbur, Blaðaklúbbur (Skólablaðið Stakkur), Tölvuklúbbur og Fjallgönguklúbbur. „Diskótekin hefjast kl. átta og eru til hálf-tólf,“ sögðu þremenningarnir. „For- eldrar 6. bekkinga vilja ekki hafa þau lengur og við hin verðum að sætta okkur við það.“ - Hafið þið skólahljómsveit? „Já, hún heitir Sextán bleikar blöðrur og er mjög góð. Hún kom m.a. fram á síðustu jólaskemmtun sem var haldin í Félagsheimihnu Stapa.“ í samtali við krakka kom einnig fram að 9. bekkur er að safna fyrir ferðalagi til Frakklands í vor. í fyrra fór helmingur bekkjarins þangað en hinir fóru til Akur- eyrar. Til að greiða farmiðana sem mest niður er ýmislegt gert í fjáröflunarskyni. Krakkarnir bera út blöð, halda basar og flóamarkað og selja dagatöl fyrir þroska- hefta svo að eitthvað sé nefnt. Einn liður í undirbúningi ferðarinnar er að skrifast á við franska krakka til að átta sig enn betur á því hvað er í vændum. Við spyrjum þremenningana hvar krakkarnir komi saman á kvöldin þegar ekkert er um að vera í skólanum. „Við erum mikið á Hafnargötunni þegar veður leyfir í von um að rekast þar á kunningjana. Við stöndum oft í hópum á götuhornum og tölum saman. Ef verið að sýna athyglisverða mynd í kvik- myndahúsinu förum við þangað.“ - Að síðustu: Eru margir á föstu í Holtaskóla? „Já, það eru allmörg pör. Krakkarnir byrja að vera saman í 6. bekk. Nei, vin- áttan er ekki lengur innsigluð í síðasta laginu, vangadansinum, eins og áður var á skólaböllum. Ekki er óalgengt að vinir eða vinkonur komi á laggirnar nýjum samböndum,“ segja þau Ólafur, Guð- björg Glóð og Margrét. „Mig langar bara aftur í grunnskóla,“ segi ég við Kalla þegar við rennum frá skólanum nokkru seinna og tökum stefnuna norður á bóginn - til Reykja- víkur. En það er ekki um það að ræða; við fengjum ekki inngöngu. Okkar bíður ærinn starfi í höfuðborginni við að koma frá okkur nýju tölublaði af Æskunni. Huggun er að við erum þó enn í snert- ingu við þetta ógleymanlega og frjóa ald- ^ ursskeið: Æskuárin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.