Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 14

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 14
mikil og góð. Eitt kvöldið komu þátttak- endur frá þeim saman og héldu Norður- landavarðeld. Meðal skemmtiatriða var söngur blandaðs kórs íslendinganna og vakti hann óskipta athygli og hrifningu. Veður var gott á mótinu. Heima- mönnum þótti miður þegar sólar naut ekki og hitinn fór niður í 25 stig! Við þökkuðum okkar sæla fyrir „svalann“ þá stöku daga. Einn daginn um kvöldmat- arleyti hvessti þó illilega og rigndi. Þrumur og eldingar þutu og dundu og vindur varð 70 hnútar. Tjöld losnuðu og hlutir fuku um svæðið. En þetta tók fljótt af og upp úr hádegi daginn eftir varð vart séð að fellibylur hefði gengið yfir! Að kvöldi 9. janúars var mótinu slitið með lúðraþyt og viðhöfn. Við hlutum að tygja okkur til heimferðar þó að okkur þætti leitt að skilja svo fljótt við nýja vini og hverfa af fallegum stað. Við vorum raunar tveim dögum lengur á staðnum við að taka saman og ganga frá. Á milli lágum við í sólbaði, kepptum í vatnsslag og skoruðum á Brasilíumenn í knatt- spyrnuleik. Við sigruðum örugglega, með einu marki gegn engu, og leggjum til að þessi viðureign verði látin duga í bráð. Það er ekki víst að öllum hðum takist eins vel upp í leik gegn samlönd- um Peles, Sókratesar og annarra heims- frægra snilhnga! / þrautabraut í Áskorendadal. Við vorum svo í viku á áströlskum heimilum í nágrenni Sidneyjar og dvöld- umst í tvo daga í Lundúnum á heimleið- inni. Ferðin tókst vel og var ánægjuleg og lærdómsrík. Minningar eru margar og góðar - líka frá undirbúningnum. Það er kostnaðarsamt að fara svo langa leið og því var tekið upp á ýmsu til að safna far- areyri. Tiltækin voru mörg hver ótrúleg- Ein skátasveitin skreið á fjórum fótum frá Borg í Grímsnesi til Reykjavíkur og önnur ýtti sérútbúnu baðkeri frá Borgar- nesi til höfuðborgarinnar! Áheitum var safnað vegna þessara ferða og peningar lagðir í ferðasjóð. Það er ungu fólki ómetanleg reynsla að fá tækifæri til að kynnast menningu og lífsviðhorfum æskufólks frá mismun- andi þjóðlöndum hvaðanæva úr heimin- um. í lifandi starfi að sameiginlegum áhugamálum skiptu litarháttur, þjóðfé- lagsstétt, tungumál, aldur eða kyn ekki máli því að viljinn til samstarfs og gagn- kvæms skilnings var hátt yfir shkar hugsanir hafinn. Okkur sem tókum þátt í þessari ferð er torvelt að skilja hvað það er sem knýr þjóðir til ófriðar og stríðsreksturs þegar íbúarnir eiga svo margt sameiginlegt. Þo að við eigum heima á ólíkum menningar- svæðum og lönd okkar heiti mismunandi nöfnum þá stefnum við öll að því að gera h'f okkar á jarðkúlunni örlitlu betra í dag en það var í gær. Byggt á grein eftir Vilhelm Gunnarsson. ÓDÝR VASAÚTVÖRP FRÁ KR. HLJÓMBORÐ í ÖLLUM VERÐFLOKKUM EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF MUNNHÖRPUM .200 (VATNSVARIÐ) HLJÓÐFÆRAVERZLUN POUL BERNBURGf RAUÐARÁRSTÍG 16 - 105 REYKJAVÍK SÍMI (91)20111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.