Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1988, Qupperneq 24

Æskan - 01.02.1988, Qupperneq 24
Nokkuð er um liðið síðan starfskynning var síðast í Æskunni. Nú ætlum við að taka upp þráðinn að nýju og að þessu sinni verður starf íþróttakennara kynnt - en það nýtur mikilla vinsælda. Aðsókn hefur alltaf verið mjög mikil í íþróttakennaraskóla íslands á Laugar- vatni, en hann er eini skólinn sem útskrifar íþróttakennara hérlendis, og hafa færri kom- ist þar að en vildu. Ekki er að undra þennan mikla áhuga á íþróttakennaranámi ef haft er í huga hve margir stunda íþróttir hér á landi. í íþrótta- kennaraskólanum gefst íþróttafólki kostur á að öðlast dýpri skilning á þessu áhugamáli sínu, - tilgangi íþrótta og sögu þeirra - jafn- framt því að auka færni sína. Það skýrir ef til vill vel hvers vegna margir af fremstu íþrótta- mönnum þjóðarinnar hafa farið í íþrótta- kennaranám, - að ógleymdum þeim stóra hópi sem hefur almennan áhuga á íþróttum og félagsmálastarfi og kýs þess vegna að gera íþróttakennslu að aðalstarfi sínu. íþróttakennaraskólinn íþróttakennaraskóli íslands hefur verið starfræktur frá árinu 1932. Hann var einka- skóli fyrsta áratuginn en síðan hefur hann verið rekinn af ríkinu. íþróttakennaranám tekur 2 ár. Skólinn hefur þar til í fyrra tekið á móti nemendum annað hvert haust - en framvegis verður það á hverju ári. í haust hófu 22 nýir nemendur nám - en langtum fleiri sóttu um. Inntökuskilyrði í íþróttakennaraskólann eru þessi: * Umsækjandi skal hafa lokið stúdents- prófi. * Lágmarksaldur er 18 ár. * Meðmæli skulu fylgja umsókn, t.d. frá skólastjóra þess skóla sem umsækjandi kem- ur úr og einnig frá íþróttakennara sem getur staðfest hæfni hans í íþróttum. Fleiri með- mælabréf mega fylgja ef umsækjandi telur ástæðu til. * Umsækjandi skal vera bindindissamur, hvorki reykja né drekka áfengi. Að sögn Mínervu Jónsdóttur, kennara 1 íþróttakennaraskólanum, er æskilegt að uffl- sækjendur hafi góðar aðaleinkunnir í málurm stærðfræði - og náttúrufræðigreinum. Það gerir námið í íþróttakennaraskólanum auð- veldara en ella. Aðalnámsgreinar í skólanuffl eru líffærafræði, lífeðlisfræði, heilsufræði, þjálfunarfræði, sálarfræði og kennslufræði- Þær greinar sem nemendur falla einkum í eru tvær þær fyrstnefndu og sálarfræðin. í viðtali við Mínervu kom m.a. fram að ætlunin er að lengja námstímann í íþrótta- kennaraskólanum og vinnur nefnd að þvl máli en óvíst er hvenær hún lýkur störfum- „Þarf að hafa bein í nefinu!£< Unnar Vilhjálmsson, landsþekktur íþrótta- garpur, útskrifaðist frá íþróttakennaraskól' anum vorið 1984. Hann á íslandsmet í há- stökki utanhúss. Fleiri úr fjölskyldu hans hafa getið sér frægðar fyrir iþróttaafrek- Bróðir hans er Einar Vilhjálmsson spjótkast- ari og faðir þeirra er Vilhjálmur Einarsson; sem vann fyrstur íslendinga til verðlauna á Ólympíuleikum. 24 æskah

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.