Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1988, Page 17

Æskan - 01.02.1988, Page 17
Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson er mætt til leiks Sogblettir °g Sykurmolarnir. Síðarnefndi hópurinn er öllu fremur verndari nýju kynslóðarinnar en eiginlegur kjarni hennar því að t.a.m. Syk- urmolarnir eru afsprengi Bubba- byltingarinnar '80/81. Sömuleiðis var Svart-hvíti draumurinn orð- inn þekktur í rokkheiminum fyrir þremur árum. En þessir hópar hafa náð saman og í sameiningu virðast þeir til alls líklegir. Fróðleiksmolar um Whitney * 1979 söng hún fyrst inn á plötu. Það var platan Life’s a Party með hljómsveit Michaels Zager. * Með henni á þessari plötu söng móðir hennar, Cissy Houston, kunn söngkona sem m.a. hefur sungið með Pete Seeger og Judy Collins. * Michael Zager vildi fá hana sem fastan liðsmann í hljómsveit sína en Cissy harðbannaði það enda var Whitney þá aðeins 14 ára. * 1982 söng hún djassballöðu, Minningar (Memories), við und- trleik hins frábæra blásara Archies Shepps. Það segir sína sögu um sönghæfileika hennar að Archie Shepp hefur aldrei á margra áratuga löngum djassferli sínum spilað með öðrum en sig- urvænlegum heimsmeisturum í hinni kröfuhörðu djassveröld. * 1983 varð hún atvinnusöngkona í kabarett hjá móður sinni. * 1985 kom út fyrsta lag hennar sjálfrar, You Give Good Love. Það náði þokkalegum vinsældum en þó ekki eins og vonast var til. * Útgefandinn, Arista plöturis- inn, var þó sannfærður um að plötur hennar myndu seljast vel. Þegar Arista setti á markað fyrstu breiðskífu þessarar hæfileikaríku blökkusöngkonu var 80 milljón- um ísl. kr. varið í auglýsingar á plötunni. * Lög af plötunni sátu vikum saman í efsta sæti breska og bandaríska vinsældalistans og platan sjálf hefur nú selst í 30 milljónum eintaka og er næst Houston söluhæsta plata allra tíma (á eftir plötu Mikka Jakobs, Hrollvekj- unni (Thriller)) * Seinni breiðskífa hennar hefur valdið svolitlum vonbrigðum þeim sem trúðu á sjálfstæði henn- ar og listrænan metnað. Hún er mjög lík þeirri fyrri og ber að auki nokkurn iðnaðarkeim. * Einstök lög af seinni breiðskíf- unni hafa þó náð miklum vin- sældum og hún telst vera sölu- hæsti smáskífuskemmtikraftur níunda áratugarins. * Póstáritun hennar er: Whitney Houston, 6 West 57 Street, New York, NY10019.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.