Æskan - 01.02.1988, Síða 19
Morten harket
Halló Poppþáttur!
Vitið þið hvar Morten Harket
söngvari A-Ha á heima? (Ég veit að
hann býr í Noregi).
María Steindórsdóttir,
Hellisgötu 15, 220 Hafharfirði.
Marteinn Harket er fluttur til Eng-
lands. Póstáritun hans er:
The A-Ha Fan Club,
Winterland Productions,
37 Soho Square,
London WIV 5DG - England.
Vissir
þú.
t •
. . . að öll helstu poppblöð Bret-
lands völdu Afmæli með Sykur-
molunum í hóp bestu laga ársins
1987? Lagasmiðurinn (Melody
Maker) gekk m.a.s. svo langt að
tilnefna Afmæh besta lag ársins
og þið getið skemmt ykkur við að
rifja upp þau útlendu popplög
sem ykkur finnast koma til greina
sem keppinautar Afmælis. Til
gamans má geta þess að Æskan
valdi Afmæli besta lag ársins 1986
í áramótauppgjöri og spáði því að
auki í haust er leið að Lagasmið-
urinn myndi kjósa Afmæli besta
lag ársins 1987. Segið þið svo að
Æskan viti ekki hvar hjartað
slær!
INýgræðingapopp
Kæri Poppþáttur!
Það væri gaman ef þið gætuð haft
fleiri kynningar á nýgræðingum í
poppinu, bæði íslenskum og erlend-
um. Svo mættuð þið hafa mánaðar-
legan vinsældalista og nótur nýrra
laga.
Birna G. Jónsdóttir,
Álfhólsvegi 108, Kópavogi.
Við þökkum ábendingarnar. Við
hefjumst strax handa við að kynna
nýgræðinga í poppinu eins og þú get-
ur séð annars staðar hér í Poppþætt-
inum. En hvað átt þú við með vin-
sældalista í blaðinu? Eiga lesendur að
velja mánaðarlega vinsælasta lagið?
Eða vinsælustu hljómsveitina? Eða
vinsælasta poppþátt útvarpsins?
Eða. .? Það væri gaman að heyra
skoðanir fleiri á þessari hugmynd.
*SKANi
"v 3 y
i sM
Bono, söngvari U2
. . . að hlustendur Rásar 2 völdu
Tré Jósúa (The Joshua Tree) með
U2 bestu plötu ársins 1987? í
annað sætið settu hlustendurnir
Dögun með Bubba , Ekkert sem
sólin (Nothing Like The Sun)
með Sting í 3. sætið, Loftmynd
með Megasi í það fjórða og Um
undraleiðir hingað (Strangeways
Here We Come) með Smiths í
fimmta sætið.
Björk, söngkona Sykurmolanna
. . . . að lagið Stillt í botn (Pump
up the Volume) með
M.A.R.R.S., hefur selst best
smáplatna í óháðum verslunum
(samanber óðháði vinsældalist-
inn) ef marka má útreikninga
bresku poppblaðanna. í öðru sæti
er lagið Afmæli (,,Ammæli“) með
Sykurmolunum.
. . . að stærðarhlutföll íslensku
plötufyrirtækjanna á síðasta ári,
hvað varðar íslenskar plötur, er
þannig:
1. Steinar hf. (18 plötur útgefnar
eða í dreifingu), 2. Gramm (16
plötur), 3. Skífan (14 plötur) og
4. Taktur (12 plötur).
. . . að Poppþáttur Æskunnar tel-
ur eftirtaldar plötur vera þær
bestu árið 1987: Dögun með
Bubba, Leyndarmál með Grafík,
Goð með S.h. draumi og Loft-
mynd með Megasi.
. . . að Poppþáttur Æskunnar tel-
ur Motorcrash með Sykurmolun-
um besta lag ársins 1987.
. . . að svolítill losarabragur hefur
verið á Foringjunum að undan-
förnu. Jakob Magnússon, fyrrum
bassaleikari MX-21 og Grafíkur,
var tekinn í Foringjaliðið á meðan
hann beið eftir að Og svo skein
sól tæki til starfa með hækkandi
sól. Um svipað leyti opnuðu
Þórður yfirforingi og Jósep
hljómborðsleikari Rokkbúðina
Þrek við Grettisgötu.
§19