Æskan - 01.02.1988, Page 27
stendur á hjá ykkur í dag? Ég er með
angan lista yfir þá sem eiga að koma
i skoðun hjá tannlækninum.
K^nnarinn: Ég er nú með nema sem
að byrja að kenna krökkunum.
að væri kannski betra að láta þetta
ntða til morguns.
ara: Nei það væri sko ekki betra
eins og þessir krakkar éta af sælgæti.
"taður finnur brunalyktina af tönn-
nnurn í þeim langar leiðir. Það hefði
v^rið betra að þau hefðu komið í gær
eða fyrradag. Það má áreiðanlega
ekkt bíða degi lengur að hreinsa á
þeim gómana.
)órn: Það er allt í lagi okkar vegna
Pó að þau fari til tannlæknisins.
ara: Já, ég hefði nú haldið það. Þá
®tla ég að fá Ástu fyrst. Og á eftir
enni kemur Ingibjörg og svo koll af
kolli. Hér er listinn.
i ta: Ég er nýbúin að vera hjá tann-
“ekni. Ég er hjá öðrum.
^ara: Ekkert röfl, þú kemur með
niér.
(Hún tekur Ástu og druslar henni
með sér.)
Bergsteinn: Ég fer sko ekki til tann-
læknis.
Svavar: Ekki ég heldur.
^öf: Af hverju þarf maður alltaf að
Vera að fara til tannlæknis. Mér
tnnst það svo fúlt?
ngibjörg: Já. Frænka mín fór einu
sinni til tannlæknis og hann dró úr
enni fimm tennur; samt var hún
ara með eina skemmda.
Halldór: Hann hefur kannski verið
að safna tönnum.
igríður: Jæja, við vorum.........
Amma mín er með falskar
lennur.
^na: Afi minn líka.
(Allir masa.)
^iörn og Sigríður: Krakkar, nú
^kulum við halda áfram.
tPau ganga á milli og sussa á krakk-
^na- Loks tekst að fá hljóð og allir
ara að fylgjast með.)
tgríður: Jæja, við vorum að tala um
vernig væri hægt að ferðast til
Uruvíkur fyrst það er ekki hægt að
ara með bíl. Hvernig mundir þú
ara þangað? (Hún bendir á Ást-
mldi.)
^sthildur: Ég mundi ekki fara þang-
GSKAN
að. Mér finnst leiðinlegt að ferðast.
Bergsteinn: Mér líka.
Sigríður (bendir á Jónu): En þú?
Hvernig mundir þú fara þangað?
Jóna: Mætti Halldór koma með?
Sigríður: Já, já, Halldór mætti koma
með.
Jóna: Þá mundi ég fá lánaðan hrað-
bát hjá frænda mínum og fara á hon-
um. Ég gæti stýrt og Halldór veitt
fisk í soðið á leiðinni.
Sigríður: Þetta er alveg fyrirtak. Það
ER einmitt hægt að fara með bát til
og frá Furuvík.
Bjöm: En ætli það sé ekki hægt að
fara einhvern veginn öðruvísi líka?
Rétti upp hönd þeir sem dettur eitt-
hvað í hug.
(Ótal hendur upp. Barið að dyrum.
Yfirkennarinn kemur inn.)
Yfirkennarinn: Góðan daginn. Hér
er aldeilis margt um manninn.
Kennarinn: Já, þetta eru kennara-
nemar. Og þetta er nú yfirkennarinn
okkar.
Yfirkennarinn: Trufla ég nokkuð?
Ég er hérna að kynna nestispakka
sem börnin eiga kost á að kaupa.
(Allar hendur niður. Hver talar upp í
annan):
Svavar: Hvað kosta þeir?
Steinar: Er eitthvað gott í þeim?
Sylvía: Megum við smakka?
Ólöf: Hvenær getum við fengið þá?
Yfirkennarinn: Það stendur allt á
þessum miðum sem þið fáið með
heim. Þið skuluð bara sýna pabba og
mömmu þá og láta svo kennarann
vita á morgun hvort þið viljið kaupa
pakkana eða ekki. Ég vil ekki trufla
kennsluna. Takk fyrir.
(Hann fer. Börnin masa hvert upp í
annað.)
Lilja: Ætlar þú að kaupa pakka?
Ásthildur: Nei, þeir eru ógeðslegir.
Ingibjörg: Frænka mín keypti svona
pakka og brauðið var myglað.
Bergsteinn: Það er ekki satt. Þeir
eru æðislega góðir.
Ingibjörg og Bergsteinn til skiptis:
Nei, jú, nei, jú.........
(Ingibjörg og Bergsteinn fara út á
gólf og slást um hvort pakkarnir séu
góðir eða vondir. Loks tekst kennar-
anum og nemunum að koma á ró.)
Bjöm: Jæja, krakkar mínir. Nú skul-
um við lesa smákafla úr Furuvíkur-
bókinni. Við byrjum á blaðsíðu 35.
Vilt þú byrja? (Bendir á Sylvíu.)
Sylvía: Einu sinni veiktist amma í
Furuvík. Afi þurfti að sækja lækni til
Sporðeyrar því að það var enginn
læknir á Furuvík. Afi fór á bátnum
sínum. Á miðri leið bilaði báturinn
og afi var lengi að gera við hann. Hér
fer á eftir viðtal við ömmu sem tíu
ára gömul börn úr skólanum í Furu-
vík tóku.
Bjöm: Já, þakka þér fyrir. Viljið þið
lesa viðtalið? (Bendir á Steinar og
Lilju.)
Steinar: Var þetta langur tími sem
þú þurftir að bíða eftir lækninum?
Lilja: Læknirinn kom nú aldrei.
Hann var sjálfur veikur og mátti ekki
fara út úr húsi. Hann sendi mér bara
eitthvert meðalasull.
Steinar: Hvernig leið þér á meðan
þú varst að bíða?
Lilja : Æi, það man ég ekki, hróið
mitt. Það er nú orðið svo langt síðan.
Bjöm: Þakka þér fyrir. Og hvað ætli
þessi saga segi okkur nú um heilsu-
gæsluna á Furuvík hér áður fyrr?
Hvað heldur þú um það? (Hann
bendir á Þórólf.)
Þórólfur: Það sýnir okkur að læknir-
inn hefur verið mjög lasburða
og.........
(Barið á dyrnar og inn kemur skrif-
stofustúlkan.)
Skrifstofustúlkan: Ég er hérna með
strætómiða handa nokkrum í bekkn-
um.
(Allir byrja að masa.)
Skrifstofustúlkan: Svavar, þú átt
miða. Og Halldór, gjörðu svo vel.
Svo eru það víst ekki fleiri.
Ólöf: Af hverju fæ ég aldrei miða. Ég
er svo þreytt að þurfa alltaf að ganga
127