Æskan - 01.02.1988, Qupperneq 31
Uga °8 lét sem hann hefði ekki skilið
tnóðgunina. Lárus virti þann ókunnuga
yrir sér með ódulinni fyrirlitningu.
vona talaði enginn með fullu viti um
lry8g í hans eyru.
~ Þetta er frændi minn úr Keflavík,
Sagði Diddi sem hafði fylgst með þeim
jj1^, undarlegt glott á andhtinu. Hann
eitir Nonni. Pabbi hans á sjoppu í
Keflavík.
Nonni gekk að Trygg til þess að virða
ann betur fyrir sér. Þegar hann beygði
f'g nióur að honum sleikti Tryggur á
n°num höndina.
~ Hvers vegna er ekki búið að skjóta
petta hræ fyrir löngu? spurði Nonni og
len á Lárus.
Lárus þagði. Hann var kominn á þá
s oðun að kenna þyrfti þessum mont-
j'assi mannasiði. Nonni var ívið hærri en
ann með sítt, ljóst hár og hvít útstæð
eyru- Annað slagið strauk hann í burtu
fennsli úr annarri nösinni. Lárus var
e.| i vtss um hvort hann réði við hann ef
1 áfloga kæmi en hann var tilbúinn að
Iata reyna á það.
Skyndilega stjakaði Nonni þjösnalega
V‘ö Trygg sem hljóp ýlfrandi nokkur
s fef í burtu. Lárusi var nóg boðið.
ann rauk á Nonna sem hafði átt von á
. 1 °8 vék sér undan með þeim afleið-
jjtgum að Lárus greip í tómt og féll á
en. Tryggur gelti grimmdarlega og
^eraði gular tennurnar. Diddi forðaði sér
PP að húsveggnum til þess að vera ekki
tyrir.
Lárus var eldsnöggur á fætur og gerði
ra arás og í þetta sinn náði hann taki á
°una sem var of seinn að víkja sér und-
n °g þeir veltust um garðinn í heiftar-
egUm áflogum.
Tassið ykkur á blómabeðinu hennar
ommu, hrópaði Diddi. Hún verður
U aus ef þið skemmið blómin!
við ^ ^3nn eins getað reynt að tala
karlinn í tunglinu. Þeir ultu fram og
—
aftur um blómabeðið eins og þeir hefðu
af því sérstaka ánægju.
Átökin voru í jafnvægi þar til Nonni
greip handfylli af mold og þeytti í andlit
Lárusar sem blindaðist andartak.
- Fantur, öskraði hann.
Nonni svaraði honum ekki heldur not-
aði tækifærið og settist klofvega ofan á
hann og tók að þjarma að honum. En
þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.
Tryggur gamh greip til sinna ráða. Hann
réðist á Nonna viti sínu fjær af hús-
bóndahollustu og gerði tilraun til að bíta
í rassinn á honum. Nonni velti sér ofan
af Lárusi í ofboði.
- Hundurinn ætlar að drepa mig!
hljóðaði hann upp.
- Mamma! Mamma! kallaði Diddi og
barði í eldhúsgluggann. Tryggur er orð-
inn brjálaður!
En Tryggur var langt frá því að vera
eins snar í snúningum og hann hafði ver-
ið á sokkabandsárum sínum og í ofanálag
var sjónin ekkert til að hrópa húrra fyrir
enda missti hann gjörsamlega af rassin-
um á Nonna en beit í staðinn upp heila
tylft af morgunfrúm.
Heiftin ólgaði í Lárusi, hann spratt
upp úr blómabeðinu og barði í blindni til
Nonna. Hnefinn lenti á nefinu á honum
og blóð tók að vætla út um nösina sem
áður hafði verið farvegur nefrennslisins.
- Mamma! öskraði Diddi af öllum hfs
og sálar kröftum. Nú er Lárus orðinn
brjálaður líka!
Allur vígamóður var runninn af
Nonna. Hann þreifaði varlega á nefinu
og horfði vantrúaður á blóðlitaða fmgur
sína. Lárus beið með kreppta hnefana.
Nonni leit á hann og hnykklaði brýnnar.
- Mér blæðir, sagði hann.
Augu Lárusar boruðu sftg inn í hann.
Hann stóð tilbúinn fyrir framan Nonna í
miðju blómabeðinu líkt og heimsmeistari
í hnefaleikum.
- Ég get kennt sjálfum mér um þetta,
sagði Nonni eftir langa þögn og rétti
fram höndina. Eigum við ekki að vera
vinir?
Lárus tók hikandi í útrétta höndina.
Hann bjóst alveg eins við því að þetta
væri eitthvert bragð. En Nonni lét sér
nægja að heilsa honum þéttingsfast og á
eftir greip hann fyrir nefíð til þess að
stöðva blóðrennslið. Tryggur dillaði róf-
unni sáttfús. Diddi gekk hikandi til
þeirra.
- Þið eruð ekki með öllum mjalla,
sagði hann og virti fyrir sér úttraðkað
blómabeðið. Mér verður örugglega
kennt um þetta.
- Reyndu að slappa af, maður, sagði
Nonni.
Diddi hristi höfuðið.
- Ég bara trúi þessu ekki, sagði hann.
Það er ekki eitt einasta blóm heilt í öll-
um garðinum.
Lárusi varð litið yfir grindverkið.
- Strákar, sjáiði, sagði hann.
Þeir horfðu allir í sömu átt. Mamma
Didda kom gangandi eftir Sjávargötunni
með grænt innkaupanet úttroðið af
grænmeti og hún hélt með annarri hend-
inni í gula loðhúfu sem hún var með á
höfðinu eins og hún væri hrædd um að
missa hana.
Þeir tóku til fótanna og svo ótrúlegt
sem það var varð Tryggur með alla sína
gigt og sjónleysi langfyrstur þeirra til að
hverfa.
- Felum okkur á bak við Grænhól,
sagði Lárus andstuttur á hlaupunum og
þeir tóku stefnuna út úr þorpinu.
Þegar þeir voru lagstir bak við Græn-
hól gjörsamlega sprungnir og með
hlaupasting bergmálaði hvell rödd á milli
húsveggjanna í þorpinu:
- Diddiii!! Hvar felur þú þig, óþekkt-
arormurinn þinn?!!!
31