Æskan - 01.02.1988, Side 35
Töframaður
8 veit um átta ára mann, Sem aðeins heitir Sveinn, °8 ofurhuga eins og hann e8 ekki þekki neinn. í návist hans er fjör - og flest mjög fljótt að skipta um svip. Hann töfrar líf í tuskuhest, í tindáta og skip. Og þegar kemur koldimmt húm að kvöldi í bæinn inn, þá leggst hann í sitt litla rúm, á litla koddann sinn.
^ann þykir stundum hafa hátt, PVl hann er efni í mann. 8 fáir hafa augu átt sv° undur blá sem hann. Og skipin kveðja og halda heim af hafl og eru full. Þó möl sé bara um borð í þeim, hann breytir henni í gull. Og pabba og mömmu báðum blítt hann býður góða nótt. Þau brosa til hans bæði hlýtt svo blundar ’ann sætt og rótt.
f*Vl ehki haldið er á loft, 1Ve ^ia hans er merk. 8óðu tómi hann gerir oft m'hg gagnleg kraftaverk. Hans vilja ei takmörk verða sett, því veröld til hann býr, og þar er allt svo ljúft og létt og lífið ævintýr. Og svefninn veitir sælu og frið, þá svífur létt hans önd í draumi inn á æðri svið og ævintýralönd.
P® vilji einhver vita af því, Ve verk hans eru snjöll: ann breytir þúfu og barði í m)hg bjarta konungshöll. Úr einum ham í annan fer og er það léttur kross. Til skiptis kind og kýr hann er og kóngur, bíll og hross. Þá andar hann laust og létt og rótt og leikur roði um kinn, en mamma kemur kannski hljótt og kyssir drenginn sinn.
Pjf fyrr en verður vitað af, J Verðum eins og börn. ann býr til æst og úfið haf Ur afar smárri tjörn. Á kvöldin þegar sól er sest og svefninn ræður einn, þá virðist honum vera best að verða aftur Sveinn. =~