Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1988, Qupperneq 50

Æskan - 01.02.1988, Qupperneq 50
Umlukin hitahjúpi Vísindaþáttur Umsjón: Þór Jakobssofl 50 Alkunnugt er að sumir hafa hlýjar hend- ur en aðrir kaldar. Enn fremur er lík- amshitinn breytilegur ytra sem innra eft- ir heilsu mannsins. Heitt enni barnsins er vísbending um veikindi og hitasótt. Við yfirborð húðarinnar fara því fram hitaskipti. Innri varmi hins 37 stiga heita líkama sleppur út í loftið, stundum óhindrað en stundum tefja fötin sem við hengjum utan á okkur, m.a. til að koma í veg fyrir hitatap. Húðin kólnar - og loftið næst henni hitnar að sama skapi. Margar staðreyndir um hitafar húðar- innar hafa með öðrum orðum verið al- mælt tíðindi frá örófí alda þrátt fyrir strangar reglur hjá sumum þjóðum um það hver megi snerta hvern, hvar, hvern- ig og hvenær. En nú hefur tækniþróun síðustu áratuga leitt í ljós að landslag þessa hylkis um mannslíkamann er mun margbreytilegra en mönnum hafði hugs- ast. Líkt og tynglingar (gervitungl) á sveimi umhverfís jörðina geta skynjað hitabylgjur frá henni og kortlagt hitafar landa og hafa, þannig má með annarri tækni fá nákvæmar myndir af heitum og köldum blettum líkamans. Ósýnilegur hlífðarhjúpur Það var breskur lífeðlisfræðingur að nafni Harold Lewis (Frb. Ljúis) sem sá að unnt mundi vera að notfæra sér svo- nefnda „schlieren“-ljósmyndun við könnun á hitaútstreymi mannslíkamans. Tækni þessi hafði upphaflega verið not- uð við leit að rispum og öðrum göllum þegar verið var að smiða linsur og annað í ljósfræðinni („schlieren“: rákir). En hún hefur líka verið notuð við ljósmynd- un á hvirflum og iðustraumi í lofti þegar verið er að gera tilraunir í hreyfiaflfræði eða verkfræði. Við skulum í þessari grein kalla tæknina rákaljósmyndun. Haraldur (Harold) var árið 1968 í heimsókn á rannsóknastofu þar sem kannaðar voru nýjar tegundir flugvéla. Þar var verið að beita fyrrnefndri „schlieren“-tækni eða rákaljósmyndufl til að taka myndir af loftstraumum ui»' hverfís flugvél sem verið var að prófa- Þegar Haraldur virti fyrir sér tilraunina vildi svo til að einn tæknifræðinganna a staðnum stakk hendinni inn í ljósið sein notað var við myndatökuna. Haralduf veitti því þá athygli að mjóir, gráleitU taumar liðu upp eins og reykur frá fing' urgómum mannsins. Hann áttaði sig a því að hann sæi þarna „ósýnilega“ loft' strauma sem myndast hefðu við að snerta heita húðina á hendinni. Haraldur útvegaði sér síðan tæki til að kanna nánar útstreymi hitans frá mannS' líkamanum. Fleiri vísindamenn hafa svo bæst í hópinn og hafa rannsóknir þessar verið kallaðar „loftlíffræði“ (aerobio- logy). Áhugamenn um þessa aðferð hafa keppst við að athuga hitageislun frá l&' ama mannsins og loftstraumana setn reynast leika um okkur öll en þó mis* jafnlega mikið. Það hefur jafnvel komið upp úr dúrn- um að hár strókur stendur upp af hvirfl' inum, ósýnilegur berum augum. Værl það kannski vel þess virði ef maður g*u dálitla stund skemmt sér við að skoða önnum kafið mannfólkið í Austurstraúi - allt með sinn sérkennilega iðandi strók upp af höfðinu. Þetta er loftið sem lík- aminn hefur hitað og leitað hefur upp a við vegna þess að það er léttara en loftið umhverfis. Allir hafa yfir höfði sér ofur' lítið „ský“ sem myndast eins og bólstra- ský við uppstreymi í andrúmsloftinu sól- ríka sumardaga. Sjúkdómar Nú má spyrja hvort ný vitneskja af þessu tagi geti komið að gagni. Getur það komið sér vel að vita hvernig loftlag' ið í snertingu við líkamann bregst við og hreyfist? Hefur það nokkra hagnýta þýð' ingu að gera „hitakort“ af manni með fersentimetra nákvæmni og jafnvel enu meiri - finna hin misheitu svæði, heita og kalda bletti á líkamanum?! ÆSKAfi

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.