Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1988, Blaðsíða 6

Æskan - 01.05.1988, Blaðsíða 6
Geimálfar eftir Rán Arnheiðardóttur 15 ára. Þetta gerðist fyrir mörgum árum, árið 1990. Þá tóku nokkrar þjóðir sig til og sendu friðartákn út í geiminn. Það átti að fljúga í hringi umhverfís jörðina í nokkrar vikur og sameina hana. Þetta friðartákn var eldflaug með nokkrum krökkum um borð. Ég skildi ekki vel hvað var að gerast. Ég var hrædd. Það var margt fólk í kringum okkur að taka myndir. Mér blöskraði og faldi andlit mitt í höndum mér. „Hvað er hún gömul?“ heyrði ég konu spyrja pabba. „Tíu,“ svaraði hann og við flýttum okkur í gegn um ösina og inn í herbergi fyrir enda gangsins. „Jæja, þá erum við öll hér.“ Ég leit upp. Það var gráhærður, gam- all maður sem talaði. „Nú er komið að kveðjustundinni.“ Ég herti takið um mömmu. „Svona, svona, elskan, þetta verður allt í lagi.“ Hún kyssti mig. „Bless, elskan.“ Ég grét þegar pabbi tók mig til sín og sagði: „Vertu hugrökk, þetta gengur allt vel.“ Svo faðmaði hann mig. Ég herti upp hugann og gekk inn um aðrar dyr með hinum krökkunum. Nú var allt um garð gengið og við komin út í geiminn. Ég fór að virða fyrir mér hina krakkana. Fyrst ber að nefna Stínu frá Tansaníu. Hún var elst okkar, 14 ára, og varð strax stjórnandi. Olgay var frá Rússlandi. Hann var feitlaginn og glaðvær. Mér þótti hann afar skemmti- legur. Enn fyndnari en Olgay var þó Tis frá Kóreu, raunar fyndnasti strákur sem ég hef á ævi minni hitt. Frá Mexíkó var stríðnispúkinn Ríkó. Ég heiti Guðrún og er frá íslandi. Þótt undarlegt megi virðast voru engir tungumálaerfíðleikar hjá okkur og okkur kom mjög vel saman. Fyrstu dagarnir fóru í að kanna nýja heimilið. Pabbi minn var nýbúinn að gefa mér myndavél og sagði mér að nota hana óspart og það gerði ég. „Guðrún, Guðrún, vaknaðu.“ Ó, ég snéri mér á hina hliðina en 0 - ay gafst ekki upp. „Hvað gerist ef eitthvað bilar?“ „Hvað áttu við?“ „Ef eitthvað kemur fyrir?“ « „Það kemur ekkert fyrir. Hver var 3 tala um það?“ Ég var glaðvöknuð. .« „Ríkó sagði mér að gefa sér súkkula > sitt. Ef eitthvað kæmi fyrir þá mundi a tént einhver hafa notið þess.“ „Og gafstu honum það?“ Olgay fór að hlæja. „Ég stakk því upp i mig beint íy framan hann. Og sá brjálaðist.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.