Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1988, Blaðsíða 32

Æskan - 01.05.1988, Blaðsíða 32
Helgi Seljan upplýsingafulltrúi Öryrkjabandalags íslands skrifar Á gráum haustdegi, þegar snjóföl huldi freðna fold, fékk ég að fara með pabba að huga að kindum inn undir svoköll- uðu Grenafelli. Leiðin þangað lá að miklu leyti við þjóðveginn. Ýmsar heimaannir ollu því að lagt var seint af stað, skömmu áður en birtu tók að bregða. En snjófölið átti að tryggja það að þeir fótfráu ferfætlingar, sem við vor- um að leita, sæjust betur. Ég var léttur í spori eins og ellefu ára hnokkar eru vanir að vera - og bráðum yrði ég tólf. Einkavinurinn var með í ferð og fagnaði því mjög að farið skyldi en sá var hundur sem mér þótti allra hunda beztur, vitrastur og skemmtilegastur. Þetta með vitið, sem var svo ótvírætt á flestum sviðum, var þó með einni sárri undantekningu - ófyrirgefanlegri að mér fannst - en undantekningin tengdist bílum. Svo undarlega brá við að þessi þá heldur sjaldséðu farartæki ærðu vin minn algerlega svo að hann virtist tapa allri glóru. Hann var oft í miklum lífsháska og oft var ég búinn að standa með öndina í hálsinum en þegar rykmekkinum linnti varð ég ævinlega jafnglaður og feginn þegar Sambó, en svo hét hann, kom aftur með gleðilát- um og lafandi tungu. Og alltaf var hon- um fyrirgefið. Það var ekki umferðinni fyrir að fara þennan eftirminnilega haustdag. Kindurnar fundum við að vísu ekki en óðum færðist rökkrið yfir og það var eins og veðrið mildaðist og kyrrðist æ meir. Ég var þegar farinn að hlakka til kvöldsins og kvæðisins góða um Gunn- arshólma sem ég ætlaði að fullvissa mig um að ég kynni reiprennandi. Sem við göngum eftir götunni, tæplega hálfnað- ir heim, heyri ég válegan dyn og hleyp óðar af stað til að handsama Sambó. Ég kallaði á hann og hann kom hikandi því að hann vissi líka hvað þessi dynur boð- aði - hann var hið villta ævintýri í huga hans. Ég náði honum í fang mér og hélt fast, bíllinn nálgaðist með heilmiklum hávaða, áætlunarbíllinn sjálfur á ferð og Sambó byrjaði að brjótast um, ég haldandi dauðahaldi en mátti ekki við áhuga hans og afli og hann skauzt af stað gjammandi og geltandi. - Ég var sigraður og gramur eins og jafnan yfir þessu heimskulega hláturgjammi þessa annars vitra vinar. Hann komst óðara að hlið bílsins og saman hurfu þeir í næstu beygju og þar hætti Sambó að gelta og bíllinn hélt sína leið. Ég fór að kalla eins og ég var vanur en ekkert heyrðist nema dvínandi dyn- ur bílsins. Ég var kominn yflr að beygj- -----------------------------• Á unni en enginn Sambó kominn til 3 leggja hausinn í lófa mér. Og þá mig eitthvert magnleysi og þó hljóp áfram með augun fest á kunnugle°t litri þúst utan vegarins. Hún skýrðl ótrúlega hratt en bærði ekki á sér- * Pabbi uppgötvaði nú hvað °r i hafði og reyndi aðróamigog hugga; • hreinlega hágrét, hljóp þó að þústtí1 til að þreifa á og vonaði að hinn hr# legi grunur væri rangur. Það sá ekki á Sambó, hann ha dauðrotast, grunurinn varð að vl®sU’ eitthvað hafði farið svo allt öðru vísie hann ætlaði, en átti að geta orðið. í magnþrota sorg kenndi ég í hugan um bílstjóranum um, hann hefðisve ° að honum, hann var alltaf svo ánseg0 með allt sem hann gerði, líka þetta, . j í mörg ár leit ég ágætan mann elc réttu auga vegna þessa atviks. Það var ekki skemmtigangan hel . Gunnarshólmi og geislandi sumaríl> ^ hans víðs fjarri og mér fannst að nú V ekkert framar sem hægt væri að hla^ til. . ^ Ég lét ekki huggast um kvöldið> P. þuldi ég Gunnarshólma og reikna ^ dæmin mín en svo undarlega brá vlð ^ daginn eftir gataði ég aftur og aftur dæmin voru meira og minna vitla reiknuð. a Ég felldi mörg tár yfir moldum ÞeS ÆSK^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.