Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1988, Síða 16

Æskan - 01.05.1988, Síða 16
Poppþáttur „v maður leitar finnst ýmislegt gott í íslensku músíklífi* - segir BjörK Quðmundsdóttir, söngkona Sykurmolanna. „Það voru margir hlutir sem hjálp- uðust að. Það var ekkert að gerast í músíkinni í Englandi. Þar hafði ekk- ert sem við getum kallað nýtt komið fram í langan tíma. Þess vegna voru margir, bæði hjá blöðunum, plötufyr- irtækjum og öðrum slíkum, á höttun- um eftir einhverju nýju og fersku. í upphafi - fyrstu mánuðina - talaði poppklíkan þarna úti ofsalega mikið um að við værum frá íslandi. Það þótti vera sjarmi yfir því. Það er fyrst núna sem fólk utan poppklíkunnar og músíkpressunnar veit hvað Sykur- molarnir eru.“ Þannig lýsir Björk Guðmundsdótt- ir, söngkona Sykurmolanna, aðdrag- andanum að óvæntri heimsfrægð þessarar sérstæðu og heiilandi hljóm- sveitar, hljómsveitarinnar sem út- lendingar þekkja undir nafninu Sugarcubes og kalla „U2 morgun- dagsins", hljómsveitarinnar sem á síðustu mánuðum hefur oftar prýtt forsíður helstu poppblaðanna, s.s. Melody Maker, NME og Sounds, en U2 og Bruce Springsteen. Hljóm- sveitarinnar sem hefur undanfarna mánuði dansað vel heppnaðan spuna- dans á hálli framabrautinni án þess að stíga eitt einasta víxlspor þó að fjöldi ljóna standi í veginum á ótrúlegustu stöðum og vart verði þverfótað fyrir höggormum úr Paradís. En aðdrag- andann að heimsfrægðinni má sem sé rekja til þess að nýskapandi og fram- andi rokksveit frá íslandi kom fram á sjónarsviðið í Englandi á réttri stundu. „Já, það er mikið metnaðarmál hjá bresku músíkpressunni og poppkh'k- unni hver þeirra er fyrstur að upp- götva það nýjasta," heldur Björk áfram. „Og núna eru þeir farnir að metast á um það hver það hafi í raun verið sem uppgötvaði Sykurmolana fyrstur!" - En hvers vegna eiginlega var það hljómsveit frá fslandi sem var upp- götvuð sem það nýjasta og ferskasta í W alþjóðapoppinu? „Sykurmolarnir eru ekki það el nýja sem Englendingar hafa uppS®1' að núna. Þeir hafa allt í einu fen®’ mikinn áhuga á þjóðlegum söngvl1 um frá Belgíu. Þeir eru líka kontmr kaf í „hip-hop nostalgíu.“ (Nostató* = 1) (ljúfsár) söknuður eftir lið*n®J tíð - 2) heimþrá) Það er svona ,>f°n , groove“ sem hefur verið í gan®‘ New York síðustu 10 árin en kettn^ loks upp á yfirborðið núna. iV1^ finnst það mjög góð músík. Þetta það nýjasta í músíkinni í Englauú1 0 það hafa þeir allt fundið utan En®( lands því að þar hefur ekkert geri árum saman.“ , Skyndileg heimsfrægð Sykurú10, anna hefur varpað ljósi á brotalö^ músíkvali íslensku poppmúsík-u varpsstöðvanna. Þær sniðgengu m ík Sykurmolanna framan af. D * skrárstjóri einnar stöðvarinnar 1 yrti m.a. að músík Sykurmola1111^ væri ekki útvarpshæf. Síðan ge ^ það að enskar útvarpsstöðvar 111 r Rás eitt hjá BBC í fararbrod0 > franskar útvarpsstöðvar og ban rískar háskólaútvarpsstöðvar fá s stakt dálæti á músík Sykurmola1111^ spila Afmæhð daginn út og inn, n ensku og íslensku útgáfuna, og eltl , „Cold Sweat“ og núna „Deus • allt í einu geta dagskrárstjórar lensku poppmúsíkstöðvanna fallis1 að músík Sykurmolanna sé útvarP hæf og Afmælið fær að komast o a lega á vinsældaUsta þessara s ;töðva ÆSKW

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.