Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1988, Blaðsíða 44

Æskan - 01.05.1988, Blaðsíða 44
hrædd en verndarenglar mínir voru mér hliðhollir. Þegar ég sá fiðrildið koma aft- ur sagði það mér að slíta lokk úr hári mínu og kasta upp í gin stærsta snáksins, myndi hann þá hverfa og mér væri borg- ið. Fór ég aftur að ráðum þess og gekk allt að óskum. Ég komst upp úr gryfj- unni og hélt áfram ferð minni. Ég gekk linnulaust í tvo sólarhringa og varð ekkert á vegi mínum nema tré. Eðlisávísun mín sagði mér að brátt yrði ég komin á leiðarenda en þá mætti mér þyngsta þrautin til þessa. Var það sagna- konungurinn sjálfur en hann var alls ekki mennskur. Hann var hálfur maður og hálfur sporðdreki. Hann var mjög stór og eitraður halinn sveiflaðist reiði- lega í kringum hann. Hann tók til máls dimmri röddu: „Þú ert komin á leiðarenda, Sara litla, og munt þú brátt verða ágætur þegn minn.“ Ég gat tæpast stunið því upp að ég væri ekki ekki hér til að fá vinnu heldur til að fá köttinn minn aftur. Sagnakon- ungurinn hló ískyggilegum hlátri. „Hann skaltu fá þegar þú hefur leyst eina gátu. En ef þú getur ekki svarað henni þá skaltu verða minn einkaþegn.“ Ég átti ekki um neitt að velja svo að ég bað hann um gátuna. Hann hló aftur og sagði svo: „Kringlótt, lítið það er. Ýmist dapurt eða glaðlegt það er. Illindi heimsins undir því komin. Væru allir án þess væri ekki hægt um að litast. Gettu nú.“ Ég braut heilann ákaft en gátan var fremur ruglingsleg. Tíminn leið en allt í einu rann svarið upp fyrir mér og ég sagði: „Þetta hlýtur að vera auga.“ Sagnakonungurinn öskraði af bræði og þrumur kváðu við. „Þetta var rétt hjá þér. Kattarskarnið er þitt en þið komist aldrei heim.“ Nú reiddist ég og tók til minna ráða. Ég var búin að taka eftir því að á hala konungsins skreið lítil padda. Ég stökk að halanum og greip pödduna sem var slepjuleg og viðbjóðsleg. Sagnakonung- urinn datt niður með háum dynk og sagði ámáttlega: „Fáðu mér pödduna aftur! Ég skal gera allt sem þú óskar.“ Ég glotti og bað hann fyrst að færa mér köttinn minn. Konungurinn sveifl- aði halanum máttleysislega og í sömu andrá stóð kötturinn hjá mér. Ég faðm- aði hann að mér. Sá ég þá að líf konungs- ins var að fjara út og paddan var þegar dauð. Ég vissi ekki hvað gera skyldi en þá kom fiðrildið mér enn einu sinni til hjálpar. Það hvíslaði: „Láttu hann fá trén tvö.“ Ég gerði það og um leið hfnaði sagna- konungurinn við og paddan líka. Hann þakkaði mér lífgjöfina og hóf strax að gróðursetja trén. Ég bað hann að flytja mig og hann kisa minn heim og gerði hann það möglunarlaust. Hann sveiflaði öðru trénu og um leið svifum við, ég og kötturinn, í lausu lofti og brátt vorum við komin heim. Mikið vorum við fegin þegar við sáum litla heimihð okkar eftir þessar svaðilfar- ir. Tíminn hafði staðið kyrr og spurði móðir mín undrandi af hverju ég kæmi svona snemma heim. Ég hló með sjálfri mér og kötturinn nuddaði sér blíðlega upp við fætur mína. Seinna leituðum við oft að holu eik- inni en gripum ávallt í tómt. Hún til- heyrði landi ævintýranna eins og við tvö gerum enn þá. (Sagan hlaut aukaverðlaun í smásagnasamkeppni Æskunnar og Rásar 2) ®s Pennavinií r'Sk'-v x V-A/r Sigurlaug Sturlaugsdóttir, ^ar, landi 4, 108 Reykjavík. 12-H ar Er sjálf að verða 13 ára. Áhu® mál: Djassballett, hand- °S 1 bolti og pennavinir. Svarar öl bréfum. Bjamrún Magdalena Tómasdótt' > Suðurgötu 24, 230 Keflavík-1- . ,,í i7 ára- ára (helst strákar). Er sjali n Áhugamál: Knattspyrna, Pen . vinir, tónhst, sund, dans, s strákar, föt, hestar og ^c{ fleira. Mynd fylgi fyrsta brén hægt er. Svara öllum bréfum- Ása Björg Valdimarsdóttir, ^ braut 24, 170 Seltjarnarnesi- 1 ^ ára. Er sjálf 11 ára. Mörg mál. Verið óhrædd að s^rl Mynd fylgi fyrsta bréfi ef h®gt e Brynhildur Hrund Jónsdóttir, túni 31, 200 Kópavogi. 12'^ stelpur. Er sjálf 13 ára. mál: Fimleikar, pennavimr> og margt fleira. ,5, Sigrún Andrésdóttir, FagrahjaU2 ^ 690 Vopnafirði. 12-16 ára. Er sl j, 13 ára. Áhugamál: Tónhst, h bolti, sætir strákar og penna'1 Anna Guðný Möller, Búastö u 690 Vopnafirði. 15-16 ára. Ahug mál eru margvísleg. Vigfús Ólafur Bjarkason, Rima81 5, 603 Akureyri. 13-14 dra• sjálfur 14 ára. Áhugamál: S 1 íþróttir, stelpur og margt lle Svarar öllum bréfum. y Hallvarður Hans Gylfason, Éarn bergi 34, 111 Reykjavík. 11"^ stelpur. Er sjálfur 12 ára. Áhu ^ mál: Sætar stelpur, tölvur, körfubolti. Mynd fylgi fyrsta r er hægt er Guðbrandur Óli Albertsson, 1 ^3 bogastöðum, Strandasýslu, Finnbogastaðir. 13-14 ára- sjálfur að verða 14 ára. Áhuga ^r Hestar, knattspyrna og irl íþróttir. Mynd fylgi. Svarar % um bréfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.