Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1988, Blaðsíða 14

Æskan - 01.05.1988, Blaðsíða 14
svo kom voríð Gamanþættir eftir Iðunni Steinsdóttur Nú var gaman að vera til. Vorið var komið og síðasti skóladagurinn runninn upp. Öll börnin voru mætt hrein og strokin. Magga kennari tók á móti þeim. Þegar þau voru komin inn í stofu sagði Magga: - Nú skulum við syngja eitthvert fallegt lag um vorið. - Já, við skulum syngja Þú og þeir, sagði Ella. - Það er ekki um vorið, sagði Magga. - En það er svo fallegt, sagði Lilla. Svo sungu þau Þú og þeir og á eftir sungu þau Vorið góða grænt og hlýtt. Jalli söng hæst af öllum. Honum þótti svo gaman að syngja þó að hann væri laglaus. - Jalli hefur svo fína rödd, sagði Kalli með aðdáun. - Hann syngur samt dálítið undarlega, sagði Ella. - Það er af því að hann er í bassa, sagði Magga kennari. Þegar börnin heyrðu þetta langaði alla til að vera í bassa. Þau sungu fleiri lög og reyndu að syngja eins og Jalli en það tókst ekki. - Það er sko erfitt að syngja bassa, sagði Kalli. - Hvar lærðirðu að syngja svona? spurði Ella. - Ég lærði það hjá pabba, hann er svo góður að syngja, sagði Jalli. Nú fannst Möggu þau vera búin að syngja nóg. Hún vildi ræða við börnin. - Vorið er komið, sagði hún. Vitið þið hvað gerist á vorin? í skólanum, sagði Jalli. - Og amma mín kemur heim frá Spáni eins og farfuglarnir, sagði Kalli. - Ætli það gerist nokkuð fleira? spurði Magga- - Amma ætlar að gefa mér bíl, sagði Kalli. - Hættu að tala um hana ömmu þína, sagði Lilla. - Við viljum tala um vorið. - Hvað gera fuglarnir á vorin? spurði Magga. - Þeir búa til hreiður, sagði Ella. - Það er stórt tré í garðinum mínum, þar verpir lítill fugl, svo koma ungar úr eggjunum, sagði Lilla. - Eru fleiri sem eiga tré með hreiðri heima í garðinum sínum? spurði Magga. Tveir réttu upp hönd. Margir sögðu: - Ég veit það ekki, ég hef aldrei gáð. - Nú er skólinn búinn svo að þið hafið nógan tíma til að fylgjast með því sem er að gerast í náttúrunni. Kannski eru hreiður í garðinuU1 heima hjá ykkur öllum, sagði Magga. - Ég get ekki fylgst með garðinum mínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.