Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1989, Qupperneq 12

Æskan - 01.02.1989, Qupperneq 12
Myndin Heimir Óskarsson Texti: Karl Helgason Skátaþáttur „Nei, við höfum ekki verið neitt voða feimin. . . “ Efri röö: Nolli, Elsý, Ægir Þór Neöri röö: Gísli, Elísabet, Sigríöur Þórdís 12 ÆSKAU „Fullorðiðfólk ímyndar sér oft að það sé auðvelt að vera krakki. Þið vitið að svo er ekki. Það eru margir sem treysta á ykkur: mamma, pabbi og systkini, vinir, staifsfólk skólans og samfélagið í heild treystir á ykkur varðandi ótal margt. Skátunum og Kiwanishreyfingunni finnst að þið eigið að vera viðbúin deg- inum í dag, vera viðbúin því að gera það sem krakkar þuifa að geta gert nú á dögum: Séð um ykkur sjálf þegar þið eruð ein. Hjálpaðfjölskyldunni varðandi ýmis vandamál. Komið í vegfyrir slys. Gætt yngri systkina ykkar. Ef þið eruð viðbúin deginum í dag verðið þið jafnframt stolt af því sem þið getið gert til að hjálpa fjölskyldu og vinum - og allir verða stoltir af ykkur." Þannig hefst verkefnabókin „Veruffl viðbúin“ sem Bandalag íslenskra skáta gaf út í tilefni dagskrár með sama heiu en að henni stóðu skátar og Kiwanisum- dæmið á íslandi. Eflaust hafa margir lesenda Æskunnat horft á sjónvarpsþætti, ýmsir tekið þátt i verkefninu - bókin var send ölluiu börnum í níu og tíu ára bekkjum og verkefnið kynnt þeim - eða fylgst með umræðum foreldra sinna og systkina sent voru í hópi þátttakenda. Þó að þessir aldurshópar hafí setið fyrir núna á verk- efnið erindi til bæði yngri og eldri barna en þeirra. Vonandi hafið þið veitt verkefninu at- hygli því að margt má af því læra. Annað mál er að allir fullorðnir þegnat þjóðfélagsins mættu gjarna hugleiða og vinna að því verkefni að foreldrar ættu kost á og kepptu að því að annað þeirra væri jafnan heima ef ung börn eru þar- En það ræðum við á öðrum vettvangi. • ■ í sjónvarpsþáttunum, sem Hermann Gunnarsson stjórnar, koma fram seX ungir krakkar. Okkur fannst tilvalið að taka þá tali og inna þá eftir hvernig þevm líkaði þessi „vinna“ og hvað hefði komið þeim á óvart við sjónvarpsupptökurnar- „Þetta hefur verið mjög gaman. Neij við höfum ekki verið neitt voða feimin- Við erum líka svo mörg að það reymr ekki eins á hvert einstakt okkar. Við er- um kannski lítið eitt kvíðin og hrædd við

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.