Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Síða 15

Æskan - 01.03.1989, Síða 15
tS •fl „Héðinn kom, sá og sigraði íþessari keppni. Hann lékfrábærlega, dreng- urinn, og sýndi svo að ekki verður um villst að þar er ájerðinni handknatt- leiksmaður Jramtíðarinnar, leikmað- ur sem á ejtir að verða á heimsmæli- kvarða næstu árin ej hann heldur rétt á spilunum. Haja verður í huga að þetta var íjyrsta skipti sem hann keppir á stórmóti.“ Þannig skrifaði íþróttafréttamaður eftir B-keppni heimsmeistaramótsins í handknattleik - og margir aðrir tóku líkt til orða. Flestir lesenda Æskunnar hafa eflaust fylgst með keppninni og fagnað leik eftir leik! Sennilega hefur þeim ekki litist á blikuna þegar Kristj- áni og Alfreð var vísað af velli það sem eftir var leiks á móti Vestur-Þjóðverj- um. En þá kom til kasta Héðins Gils- sonar og Sigurðar Sveinssonar og þeir brugðust ekki þó að álagið væri mikið. Þvílík skot! Það var stórkostlegt. Æskan hefur fengið ótal beiðnir um að taka landsliðsmennina tali. Sumir hafa nefnt einhvern sérstakan öðrum fremur, aðrir sagt að einu gilti við hvern talað væri því að sá árangur, er náðist í Frakklandi, hafi verið „sigur liðsheildarinnar“. Við ákváðum að ræða við yngsta leikmanninn, Héðin Gilsson, þann er sagt var um að væri „handknattleiksmaður framtíðarinn- ar“. Hann kom til fundar við mig á skrif- stofu Æskunnar og varð að hneigja höf- uð til að reka sig ekki upp undir í dyr- um! Hann er einn sentímetra umfram tvo metra. . . Við lítum öll upp til hans sem framúrskarandi íþróttamanns en þar að auki verða velflestir að líta upp til að horfast í augu við hann! Þar sem ég er afar lágvaxinn þurfti ég að reigja hálsinn meira en lítið. . . „Það kemur sér oft vel að vera há- vaxinn leikmaður en getur líka verið erfitt. Ég er of grannur miðað við hæð. Þegar ég var í 3. flokki og stökk upp átti ég til að snúast í loftinu ef við mér var stjakað. Einu sinni lenti ég á herð- unum og var frá keppni í nokkrar vik- ur,“ segir Héðinn. „Ég mætti þyngjast um 10 kíló, fara yfír 100 kg mörkin. . . Ég hef verið að þreknast frá því ég var 17 eða 18 ára en gengur fremur illa að þyngjast nóg. Um jólin bætti ég við mig tveim eða þrem kílóum en missti þau á rúmri viku þegar við fórum að æfa og leika aftur. Maður brennir afar miklu á æfingum.“ „Ég snerist bara með" - Þú átt ekki langt að sækja áhuga á og leikni í handknattleik. . . „Nei, raunar ekki. Faðir minn, Gils Stefánsson, lék lengi með FH. Hann hætti í handboltanum fyrir um tíu ár- um. Þá fór hann að vinna við Hraun- eyjafossvirkjun og varð að leggja skóna á hilluna. Á heimilinu og í Hafnarfírði yfirleitt hefur líka allt snúist um handbolta. Ég snerist bara með.“ ÆSKAM 15

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.