Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1989, Side 17

Æskan - 01.03.1989, Side 17
við a móti Vestur-Þjóðverjum.“ ~ Hvað hefur þú skorað mörg mörk með A-landsliðinu? »Nokkur umfram 100. Ég skoraði hundraðasta markið í Frakklandi.“ ~ Hvernig hefur þér fallið að æfa og eika undir stjórn Bogdans? »Yfirleitt vel, þó misjafnlega. Hann a það til að einangra menn og taka þá í 8egn, reynir jafnvel að fá menn upp á móti sér, æsa þá upp. . . Það er hluti af þcim aðferðum sem hann beitir til að na góðum árangri. Og það hefur tek- íst. . ~ Eru landsliðsmenn góðir félagar? »Þetta hefur verið mjög samstilltur °pur, leikmenn og aðstoðarmenn. Og a°n hefur staðið með þjálfaranum í gcgnuni þykkt og þunnt.“ ~ Heldur þú að þeir leikmenn dragi Slg nú í hlé sem rætt hafa um að hætta með landsliðinu? »Ég hygg að einhverjir hætti. Það er ekki gott að segja hverjir - hvort það Verða þeir sem þegar hafa talað um það eða aðrir.“ Hvaða leik hefur þér þótt sárast að tapa? »Ætli ég nefni ekki leik á móti Val á sJandsmótinu í fyrra. Við vorum einu Stlgi °far en þeir allt mótið þar til við l0Puðum fyrir þeim í lokin með þriggja marka mun.“ «Það er sjö manna lið á vellinum" ~ Hvað er framundan hjá FH? ■ð ræddum saman 6. mars. . .) »Það eru mjög margir leikir í þessum manuði, í íslandsmótinu, Bikarmótinu °8 tVeir leikir í Evrópukeppni, gegn s°vésku liði í undanúrslitakeppni átta . m ^ þeirri keppni höfum við „slegið m tvö lið, norska liðið Fredensborg- * °g rúmenska liðið Baia Mare. arkatala var jöfn í leikjum við Norð- menn en við komumst áfram þar sem 1 skoruðum fleiri mörk en þeir á úti- e.m Gegn Rúmenum gekk okkur m,ög Ula úti en að sama skapi vel hér - !f!a ~ t0puðum með átta marka mun ^úrneníu en unnum með þrettán marka mun hér! Möguleikar? Það er m gott að segja. Sovétmenn eru alltaf sterkir. - Við eigum tölfræðilegan m°guleika á að ná Valsmönnum í ís- andsmótinu en mér þykir ólíklegt að Pað gerist.“ Standa leikmenn FH vel saman? „Já. Við erum miklir mátar og höld- um gjarna hópinn. Þegar einhver í lið- inu á afmæli hittumst við allir hjá hon- um. í leikjum höfum við hugfast að vinna hver fyrir annan. Það dugar ekki að hugsa einungis um að reyna að skora sjálfur. Það er sjö manna lið inni á vell- inum. Sigurinn er þess en ekki ein- staklinganna.“ - í hvaða skólum hefur þú verið? Hvaða nám stundarðu? „Ég var í Öldutúnsskóla til níu ára aldurs. Þá fluttumst við í Norðurbæinn og ég fór í Víðistaðaskóla. Ég hóf nám í Flensborgarskóla en hætti þar fljótlega og er nú við nám í húsasmíði, - á námssamningi hjá ístak hf. Ég hef lok- ið tveim árum af fiórum. Hluta þess tíma, sem eftir er af samningnum, verð ég í Iðnskóla, þrjár annir. „Já, ég hlusta á tónlist af ýmsu tagi. Ég hef dálæti á mörgum, t.d. Bruce Springsteen, A-Ha, Prefer Sprout. Nei, ég hef aldrei orðið það frægur að leika á hljóðfæri. Á sínum tíma langaði mig til að læra á gítar en það varð ekk- ert úr því. í fiölskyldunni? Já, tveir föðurbræður mínir leika á píanó.“ - Stúlkum, sem hafa skrifað okkur, er í mun að vita hvort þú eigir kærustu og ef ekki hvernig draumaprinsessan líti út. . . „Ég á ekki kærustu. Nei, ég hef ekki reynt að gera mér mynd af þeirri sem ég vildi eiga, bíð bara eftir að sú eina rétta komi í ljós. Það skiptir líklega mestu að hún reynist góður félagi.“ - Hafa erlend félög ekki reynt að fá þig til liðs við sig? „Það hefur nokkrum sinnum verið „Hann lék frábærlega. . . handknattleiksmaður framtíðarinnar. . .“ sögðu íþróttafréttamenn. Stjórnendur fyrirtækisins hafa verið mjög liðlegir og aldrei hefur staðið á að ég fengi frí til að fara á æfingar eða í keppnisferðir. Það getur verið erfitt fyrir þá sem starfa hjá litlum fyrirtækj- um. Þar er alltaf óþægilegra að bæta í skarðið en í þeim stóru.“ - Hefurðu tíma til að sinna öðrum áhugamálum en handknattleiknum? „Nei, það get ég varla sagt. Ég fer til dæmis sjaldan í kvikmyndahús, kannski einu sinni í mánuði. Eftirlætis- leikarar? Chevy Chase, Steve Martin og Jack Nicholsson.“ - Hefurðu gaman af tónlist? nefnt við mig en ég hef hafnað öllu slíku áður en það hefur verið rætt af al- vöru. Ég held að ég verði hér heima þangað til ég hef lokið námi. Eftir það má hugsa málið. Það getur verið gott að leika erlendis og þroskast þar sem leikmaður. Ef til vill er meiri hætta á að staðna hér heima en þar. Það er alltaf ágætt að reyna eitthvað nýtt.“ Héðni og félögum hans í landsliðinu óskum við góðs gengis og þökkum frá- bæra frammistöðu. Allir lesendur Æsk- unnar. Það sagði ég Héðni. Var það ekki alveg rétt. . .? ÆSKAJST 17 Ljósm.: DV

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.